Ísland, ESB og evran Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. september 2021 14:46 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Utanríkismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun