Innlent

Langar raðir kjósenda í Kringlunni og Smáralind

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Röð við kjörstað í Kringlunni í dag.
Röð við kjörstað í Kringlunni í dag. Vísir/Vilhelm

Landsmenn streyma til að kjósa utan kjörfundar sem aldrei fyrr en á þriðja tímanum í dag höfðu rúmlega 37 þúsund manns greitt atkvæði á landvísu.

Að sögn Sigríðar Kristinsdóttur, sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu, höfðu um 25 þúsund greitt atkvæði á höfuðborgarsvæðinu og tólf þúsund til viðbótar víða um land. 

Alls greiddu um 39 þúsund manns atkvæði utan kjörfundar fyrir fjórum árum og stefnir í að mun fleiri nýti sér möguleikann í ár.

Fjölmargir greiddu atkvæði í Smáralind í dag en þar er opið til 22 í kvöld.Vísir/Vilhelm

Á sama tíma árið 2017 höfðu tæplega 22 þúsund greitt atkvæði utan kjörfundar.

Langar raðir voru á kjörstað í Smáralind og Kringlunni eftir hádegið í dag en virtist þó ganga þokkalega hratt fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×