Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:18 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira