Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:18 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira
Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Fleiri fréttir Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Sjá meira