Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið Andrés Ingi Jónsson skrifar 25. september 2021 09:00 „Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Andrés Ingi Jónsson Píratar Loftslagsmál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum. Viðbrögð stjórnmálafólks hafa valdið þessum vonbrigðum, látið fólk upplifa valdaleysi. Þeim finnst ekki hlustað á sig, ekki tekið mark á sér. Stjórnvöld hafa ítrekað fundað með aðstandendum loftslagsverkfallsins og klappað þeim á bakið, en alltaf skortir pólitíska kjarkinn til að bregðast við með alvöru aðgerðum. Skýrasta krafa loftslagsverkfallsins er einföld: Að stjórnvöld lýsi yfir neyðarástandi og taki í framhaldinu loftslagsvandanum sem því neyðarástandi sem hann er. Svar ríkisstjórnarinnar: Nei. Núna er tækifærið Í dag hafa kjósendur völd sem þau geta alltof sjaldan nýtt sér; þau geta kosið kjarkað stjórnmálafólk til að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum á næstu fjórum árum. Þó að fráfarandi ríkisstjórn telji sig hafa gert meira en nokkur önnur, þá hefði hún þurft að gera svo miklu meira - og tíminn til aðgerða er að renna út. Næstu fjögur ár munu skipta sköpum í loftslagsmálum. Við eigum ekki efni á öðru kjörtímabili með kyrrstöðustjórn. Upp úr loftslagsverkfallinu spratt í vor eitt öflugasta pólitíska verkfæri síðari tíma: Sólarkvarði Ungra umhverfissinna. Tilkoma Sólarinnar hefur stökkbreytt umræðu um málaflokk sem allt of lengi var helst á færi vísindanörda að tala um. Stjórnmálafólk kemst ekki lengur upp með að klappa ungu fólki á bakið fyrir að standa fyrir loftslagsverkfallinu, en bregðast ekki við neinu af því sem krafist er. Við Píratar höfum sett okkur metnaðarfull markmið í loftslagsmálum, þau metnaðarfyllstu að mati Sólarinnar. Loftslagsstefnan hefur áhrif á alla aðra stefnu okkar, enda tengjast loftslagsmálin öllu í dag - hvort sem það eru heilbrigðismál, efnahagsmál eða jafnréttismál. Með því að sigrast á loftslagsvandanum erum við nefnilega á sama tíma að bæta öll kerfi samfélagsins og berjast þannig fyrir sanngjarnari og skemmtilegri heimi. Þið hafið skýran valkost Fólk sem ætlar að kjósa með loftslagið og framtíð allra í huga má muna eftir Pírötum á kjörstað. Við viljum ná fram áhrifum í ríkisstjórn vegna þess að okkar stjórnmál, sem byggja á heiðarleika og róttækni, eru einmitt það sem þarf til að knýja fram þær breytingar sem eru nauðsynlegar á samfélaginu á næsta kjörtímabili. Þess vegna viljum við stuðning sem flestra í kosningunum á morgun. En við viljum líka að fólk hafi meiri völd en bara í kosningum á fjögurra ára fresti. Við viljum finna lausnirnar á loftslagsvandanum sameiginlega á þjóðfundi um sjálfbærni og loftslagsmál. Við viljum efla almenning til að sýna stjórnvöldum aðhald, vegna þess að ef við komumst í ríkisstjórn þá viljum við þurfa að standa fyrir máli okkar. Og umfram allt viljum við aðgerðir strax. Höfundur er þingmaður Pírata.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun