Get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 24. september 2021 21:45 Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar. VÍSIR/DANÍEL Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var svekktur með jöfnunarmark Hauka undir lok leiks liðanna í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Afturelding átti síðustu sókn leiksins en klukkan rann út og leiknum lauk því með 26-26 jafntefli. „Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira
„Þeir eiga þrjár sendingar eftir þegar þeir taka leikhlé og við einu yfir. Það er svekkjandi, að fá þetta mark á sig í lokin. Svo get ég ekki sagt neitt um þessa lokasókn, við náum ekki skoti. Þetta er svekkjandi, ég er svekktur að fá ekki tvö stig en ég er ótrúlega ánægður með spilamennskuna. Mér fannst þeir spila ótrúlega vel í kvöld, bæði vörn og sókn. Margt mjög gott, frammistaðan fín og svekkjandi að fá ekki tvö stig.“ Gunnar tekur leikhlé fyrir lokasókn Aftureldingar. Haukar voru þá nýbúnir að skora og jafna leikinn. Enginn tók af skarið í liði Aftureldingar til þess að koma þeim yfir og endaði leikurinn því jafntefli. „Við ætluðum bara að spila taktík og ætluðum að sækja á markið og koma okkur í skotfæri. Maður veit aldrei hver fær skotfæri. Ég get ekki útskýrt afhverju þeir gerðu ekki betur. Kannski var ég ekki nógu skýr í leikhléinu. Ég þarf bara að skoða það en þetta er bara eitt atriði.“ „Við þurfum að læra af þessu, kannski reynsluleysi, ég veit það ekki. Engu að síður var þetta frábær frammistaða, mjög ánægður með þetta. Við löguðum vörnina mikið frá því í síðasta leik. Kannski svekkjandi að vera búinn að spila tvo góða leiki, að mínu mati, og eitt stig finnst mér ekki nógu mikið miðað við hvernig er spilað.“ Bergvin Þór Gíslasson, leikmaður Aftureldingar, fékk rautt spjald þegar um 20 mínútur voru liðnar fyrir hafa slegið Ólaf Ægi Ólafsson í andlitið. „Ég sá það ekki. Þeir kíktu á þetta, eflaust er það rétt. Þeir fara varla í skjáinn og dæma það vitlaust. Hann hefur væntanlega slegið hann, ég bara missti af því.“ Gunnar Magnússon var með þrjá Haukamenn á láni í sínu liði í kvöld. „Bara vel. Það er ekkert auðvelt að spila á móti sínu liði. Ég var svolítið smeykur fyrir leikinn hvort þeir myndu höndla þetta eða ekki. Mér fannst þeir höndla þetta nokkuð vel og ég var ánægður með þá. Heilt yfir bara í kvöld þá fannst mér góð breidd hjá okkur og margir að leggja í púkkið.“ Næsti leikur er bikarleikur á móti Val og vill Gunnar sjá sigur. „Taka tvö stig. Við erum búnir að spila vel og við höldum áfram að bæta okkur. Undirbúningstímabilið var erfitt að við komum seint inn. Við erum núna að fínpússa okkur í hverjum leik og hverri viku. Nú þurfum við að vinna næsta leik, það er bikarleikur og við ætlum okkur að vinna hann.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild karla Afturelding Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Sjá meira