Innlent

Sam­einingu hafnað í Ása­hreppi en naum­lega sam­þykkt annars staðar

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Vík í Mýrdal.
Frá Vík í Mýrdal. Vísir/Jóhann K.

Tillögu um sameiningu Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings eystra, Rangárþings ytra og Ásahrepps var hafnað með miklum mun í Ásahreppi í kosningum sem fram fóru samhliða þingkosningum í gær.

Alls greiddu 107 manns atkvæði gegn sameiningu í Ásahreppi, 107 manns, en 27 greiddu atkvæði með sameiningu, eða 27 manns.

Í Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra og Mýrdalshreppi greddu rétt rúmlega helmingur atkvæði með sameiningu. 

Í Skaftárhreppi var mestur stuðningur við sameiningu en þar kusu 75 prósent atkvæði með sameiningu.

SvSuðurland



Fleiri fréttir

Sjá meira


×