Erlent

Hraunstraumurinn vellur út í sjó

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hraunstraumurinn vellur út í sjó.
Hraunstraumurinn vellur út í sjó. AP/Saul Santos

Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið.

Mörg hundruð heimili hafa þegar orðið hrauninu að bráð en gos hófst í Cumbre Vieja eldfjallinu þann 19. september síðastliðinn. 

Um 6.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tjón hefur orðið á innviðum og bananaplantekrum eyjarinnar. Þrjú þorp við ströndina höfðu þegar verið tæmd þegar fyrir lá hvar hraunið myndi renna í sjó fram.

Að neðan má sjá myndband af því þegar hraunið rennur í sjó fram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×