Stöðvið einkavæðingu menntakerfisins! Ari Óskar Víkingsson skrifar 30. september 2021 14:00 Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Sjá meira
Nú er orðið nokkuð ljóst að ríkisstjórn síðustu fjögurra ára mun sitja við stjórnvölinn áfram. Mál málanna næstu daga verður því hverjir þingmanna flokkanna þriggja munu sitja í ráðherrastólum. Eins og við sáum á síðasta kjörtímabili þá skipti svo sannarlega sköpum hver gegndi hvaða embætti í þessari samsteypustjórn sbr. ríkisstefnu Svandísar Svavarsdóttur í heilbrigðismálum, íhaldsstefnu Kristjáns Þórs Júlíussonar í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum og verndarstefnu Guðmunds Inga Guðbrandssonar í umhverfismálum. Það má því segja að þrátt fyrir að ríkisstjórn liggi fyrir er ekki hægt að fullyrða um stefnu og framhald landsins í stórum málaflokkum fyrr en vitað er hver situr í hvaða ráðherrastól. Mennta- og menningarmál eru stór málaflokkur sem mikilvægt er að séu undir stjórn ráðherra sem hefur skýra stefnu og er óhræddur við breytingar. Síðustu fjögur ár hef ég átt erfitt með að sjá hvaða stefna ríkir í menntamálum á Íslandi eða hvaða breytingar hafa orðið að undanskildri viðurkenningu á iðnnámi sem var löngu orðin tímabær breyting. Það hefur í raun ekki verið nein skýr stefna síðustu ár heldur einungis hæg, þögul en örugg þróun í átt að einkavæddara menntakerfi. Eitt helsta skrefið í áttina að því eru fjárveitingar ríkisins til háskólanna. Eftirfarandi málsgrein inn á síðu Stjórnarráðsins undir stefnu mennta- og menningarmálaráðuneytisins lýsir skipulaginu vel: „Allir háskólarnir fá ríkisframlag í takt við nemendafjölda og samsetningu námsframboðs, en einungis einkareknir háskólar mega taka skólagjöld af nemendum sínum.“ Staðan síðustu ár og enn í dag er sem sé sú að ríkið styrkir alla háskóla jafnt fyrir hvern brautskráðan nemenda en einungis einkareknu háskólarnir mega síðan bæta við skólagjöldum að sínum smekk. Þetta gefur einkareknu skólunum forskot á þá ríkisreknu fjárhagslega séð sem veldur því að þeir geta borgað kennurum betur, byggt betri og nýrri aðstöðu og þar fram eftir götum. Í dag mega ríkisháskólar landsins rukka nemendur sína um 75.000 kr á ári (svokallað innritunargjald). Á meðan eru Háskólinn í Reykjavík að rukka bakkalárnema sína um 514.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira, Listaháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst rukka bakkalárnema sína um u.þ.b. 600.000 kr. á ári og meistaranema um töluvert meira. Þetta eru skólagjöld sem margir háskólanemar geta ekki borgað án mikillar vinnu með skóla eða námslána, sem er ekki kjörstaða fyrir neinn. Sú þróun sem er að eiga sér stað í menntakerfinu er því augljóslega sú að einkareknu háskólarnir eru hægt og rólega á leiðinni fram úr þeim ríkisreknu vegna skipulags stjórnvalda á fjárveitingum skólanna. Að mínu viti er einungis ein leið til að stöðva þessa slæmu þróun menntakerfisins og þar með að stöðva þá þróun að það ríki ekki jöfn tækifæri allra til hvaða náms sem er. Sú leið er einfaldlega að banna einkareknu skólunum að rukka meira en þeim ríkisreknu (75.000 kr. á ári). Ef einkareknu skólarnir vilja ekki vinna með stjórnvöldum að þeim breytingum þá skulu stjórnvöld hætta að veita þeim ríkisframlög. Kæri næsti mennta- og menningarmálaráðherra, stöðvaðu einkavæðingu háskólanna, stöðvaðu einkavæðingu menntakerfisins! Höfundur er 2. árs sálfræðinemi við Háskóla Íslands
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun