Hrútar og gimbrar í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. október 2021 12:31 Fallegir hrútar víða að munu koma fram á hrútasýningunni á Raufarhöfn í dag þar sem dómarar munu þukla og stiga þá. Einning verður fegurðarsamkeppni gimbra. Halla Eygló Sveinsdóttir Íslenska sauðkindin verður í aðalhlutverki á Raufarhöfn í dag því þar fer fram hrútadagur með tilheyrandi hrútasýningu. Einnig verður fegurðarsamkeppni gimbra. Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Mikið af fallegu sauðfé er á sauðfjárræktarbúum í sveitunum í kringum Raufarhöfn og því þykir vel við hæfi að vera með sérstakan hrútadag í þorpinu, sem er líka hluti af bæjarhátíð staðarins. Ingibjörg H. Sigurðardóttir er í forsvari fyrir Hrútadaginn. „Hér verður mikið um að vera í dag enda fólkið byrjað að týnast inn á staðinn, ásamt hrútunum. Það verður hrútasýning og svo verða krakkarnir með fegurðarsamkeppni gimbra og veitt verða verðlaun fyrir það. Svo verður fullt af sölubásum og alls konar sem fylgir þessu. Svo í kvöld verða Hvanndalsbræður með tónleika í félagsheimilinu hjá okkur,“ segir Ingibjörg. „Já, það er það, hér er fallegt sauðfé og hér eru forystukindurnar líka. Hrútadagurinn hefur verið mjög vinsæll í gegnum árin og ég vona að svo verði líka í dag. Íslenska sauðkindin er náttúrulega bara flottasta kind, sem finnst í veröldinni vil ég meina. Við eigum bara að vera stolt af íslensku sauðkindinni, sem hefur haldið í okkur lífi í gegnum aldirnar,“ bætir Ingibjörg við aðspurð um sauðféð á svæðinu. Þá má geta þess að á morgun verður léttmessa í kirkjunni á Raufarhöfn í tilefni af hrútadeginum og menningarviku, sem lýkur þá formlega á morgun, sunnudag. Hrútadagurinn hefur alltaf notið mikilla vinsælda á Raufarhöfn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Norðurþing Landbúnaður Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira