Næsti formaður KÍ? Heimir Eyvindarson skrifar 4. október 2021 08:02 Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég hef ákveðið að bjóða mig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Þegar þessi orð eru rituð, einum degi áður en frestur til að tilkynna um framboð rennur út, er ég einn fjögurra frambærilegra frambjóðenda. Eins og aðrir frambjóðendur til embættisins geri ég mér fulla grein fyrir því að formaður KÍ þarf að gæta hagsmuna allra félagsmanna, hvar sem þeir starfa. Ég kem úr grunnskólanum og þekki málefni hans vel, sérstaklega hvernig staðan er utan Reykjavíkur. Verandi tónlistarmaður í hjáverkum þekki ég málefni tónlistarskólans sæmilega, tók meðal annars óbeinan þátt í kjarabaráttu tónlistarkennara í síðasta verkfalli. Helstu áherslur félagsfólks sem starfar á hinum tveimur skólastigunum þekki ég á yfirborðinu, en er þessa dagana í óða önn við að kynna mér þær betur. Ég hef raunar aldrei stundað nám í leikskóla sjálfur, það þótti of mikið vesen í sveitinni, en á móti kemur að ég var óvenju lengi í framhaldsskóla. Var í FSu í 5 ár og kláraði 29 einingar. Það gefur því auga leið að ég var enginn sérstakur aðdáandi styttingar náms til stúdentsprófs. Kannski er ástæða þess að ég eyddi framhaldsskólaárunum í að leika mér einmitt sú að ég hafði aldrei áður leikið mér í skóla. Ég kunni það hvorki né þorði því í grunnskóla. Þar var ég með prúðari nemendum, afburða bóknámsmaður með litla hreyfifærni. Meðal annars vegna þessarar reynslu minnar er ég mikill talsmaður leiks, hreyfingar, útiveru og allskonar uppbrots í skólastarfi - á öllum skólastigum - og get orðið ansi þver þegar heftandi hugmyndir um skipulag náms og kennslu eru settar fram, að því er virðist í fúlustu alvöru. Til að mynda að það þurfi að auka vægi bóklegs náms í leikskóla og það muni bjarga andliti okkar í alþjóðlegum samanburði að streða við það oftar á dag að læra íslensku og náttúrufræði, á kostnað til að mynda valgreina sem eru í mörgum skólum í senn lýðræðislegasta og líflegasta viðfangsefni sem nemendur glíma við. Með öðrum orðum treysti ég kennurum og skólastjórnendum á öllum skólastigum betur til að skipuleggja skólastarfið en þeim sem telja að hægt sé að mæla öll okkar verk og laga með tilfærslum á dálkum, s.s. gildum í viðmiðunarstundaskrá. Það er ótalmargt framundan hjá okkur í KÍ. Fyrst er að telja að samningar við FL, FG, FT, FSL og SÍ renna út um áramót. Við þær kjaraviðræður er ágætt að hafa það hugfast að fyrsta aðgerðaráætlun fyrir nýja menntastefnu hefur nú verið lögð fram og ljóst að mikil vinna mun fylgja innleiðingu hennar. Þá mun svokallað farsældarfrumvarp einnig kalla á mikla vinnu innan skólanna. Tryggja þarf að þessum góðu verkefnum og göfugu markmiðum fylgi nægt fjármagn þannig að við sem tökum að okkur vinnuna fáum greitt fyrir hana. Svo væri líka hressandi að gera eins og einn kjarasamning sem er ekki það flókinn að ótal vinnustundir fari í að rífast um hvað standi í honum. Virðingarfyllst, Heimir Eyvindarson Höfundur er dönskukennari og deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði og býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar