Bronsið í stærstu vaxtarræktarleikum heims er bara byrjunin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. október 2021 21:15 Gummi Emil æfði tvisvar á dag, sex daga vikunnar fyrir mótið. vísir/arnar Íslendingur sem vann til bronsverðlauna í einni stærstu vaxtarræktakeppni heims er gríðarlega sáttur með árangurinn. Hann stefnir að sjálfsögðu að gullinu á næsta ári. Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök. Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sex Íslendingar kepptu á einu stærsta vaxtarræktarmóti heims um helgina, sem heitir eftir þekktasta vaxtaræktarkappa heims, Arnold Schwarzenegger. Þeim gekk misvel en einn þeirra náði bronsverðlaunum í ungmennaflokki. Hann er eðlilega sáttur með árangurinn: „Jú, mjög sáttur með þetta. Þetta er búið að vera langt ferli, mjög skemmtilegt en mjög krefjandi,” segir Guðmundur Emil Jóhannsson, eða Gummi eins og hann er iðulega kallaður. Hann hefur verið heltekinn af líkamsrækt síðustu árin og ákvað ungur að gera hana að lífsviðurværi sínu og starfar nú sem einkaþjálfari. Við ræddum við Gumma í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem hann sýndi okkur hvernig menn haga sér á vaxtarræktarmóti og fór meðal annars létt með að lyfta sjötíu kílóa handlóði af jörðinni sem fréttamaður gat varla haggað. Æfði tvisvar á dag sex daga vikunnar Gummi er með góðan bakgrunn í kraftlyftingum en ákvað með fimmtán vikna fyrirvara að skrá sig á vaxtarræktarmótið. „Þannig þá byrjaði maður bara alveg á fullu að æfa tvisvar á dag, sex daga vikunnar í fimmtán vikur. Þannig það var bara agi og rútína. Ekkert áfengi og bara alltaf að borða það sama,” segir Gummi. „En maður hafði samt gaman að þessu sko. Þetta var ekkert extrem erfitt nema kannski síðustu þrjár, fjórar vikurnar.“ Brons núna en bikar næst Gummi ætlar að taka þátt á mótinu aftur að ári liðnu. Stefnir hann ekki á medalíu þar líka? „Þá stefni ég á bikar. Eða, stefni ekkert að því… Ég tek bikar. Hundrað prósent,“ segir hann fullviss í sinni sök.
Lyftingar Heilsa Bretland England Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira