Nýjustu vendingar í máli Suðurnesjalínu gífurleg vonbrigði fyrir Voga Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. október 2021 12:31 Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Vogum. Vísir/Egill Forstjóri Landsnets er ánægður með að ákvörðun sveitarstjórnar Voga um að hafna framkvæmdarleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 hafi verið felld úr gildi. Bæjarstjórinn segir óljóst hvort Vogar verði nú að veita leyfi fyrir loftlínu í stað jarðstrengs. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi. Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ákveðið að framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 skuli standa hjá Grindavík og Reykjanesbæ en hefur fellt leyfi Hafnarfjarðar úr gildi, sem verður að taka málið aftur fyrir. Nefndin hefur einnig fallist á kröfu Landsnets, sem er framkvæmdaaðili línunnar, um að fella úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga, sem vildi ekki veita fyrirtækinu framkvæmdaleyfi. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna: „Við höfum verið að vinna að mjög mikilvægri framkvæmd, Suðurnesjalínu 2, og það er gríðarlega mikilvægt að það sé kominn úrskurður sem er leiðbeinandi fyrir framhaldið,“ segir hann. Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets.Landsnet Óljóst hvort Vogar verði að samþykkja loftlínu Vogar verða nú að taka það aftur til skoðunar hvort það muni veita framkvæmdaleyfið. „Jú, það er alveg rétt að sveitarstjórnin hér lagði til að strengurinn færi í jörð. Nú hefur synjun sveitarstjórnarinnar á umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til að leggja loftlínu, sú ákvörðun sveitarstjórnarinnar hefur verið ógild í þessum úrskurði og það eru bara fyrst og fremst mikil vonbrigði,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann segir of snemmt að segja til um hvort að með úrskurðinum sé sveitarfélagið í raun neytt til að veita Landsneti leyfi fyrir loftlínu. Fyrirtækið er þó bjartsýnt á að það verði niðurstaðan: „Í sjálfu sér er málið alfarið í höndum sveitarfélagsins. Hins vegar koma fram í úrskurðinum leiðbeiningar um að þessi framkvæmd sé samfélagslega mjög mikilvæg og það eigi að taka ákvörðun ekki bara byggða á hagsmunum sveitarfélagsins heldur samfélagsins alls á svæðinu. Og ég vonast til þess að sveitarstjórnin skoði það mál sérstaklega,“ segir Guðmundur Ingi.
Suðurnesjalína 2 Reykjanesbær Grindavík Hafnarfjörður Vogar Orkumál Tengdar fréttir Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28 Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16 Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Sjá meira
Landsnet kærir ákvörðun Voga Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi. 26. apríl 2021 13:28
Framkvæmd Suðurnesjalínu 2 í uppnámi Fyrirhuguð framkvæmd Landsnets á Suðurnesjalínu 2 er komin í uppnám að sögn upplýsingafulltrúa Landsnets, Steinunnar Þorsteinsdóttir. Þetta kemur þeim sem fylgst hafa með málinu kannski ekki á óvart en það hefur farið fram og til baka í kerfinu síðan árið 2008, þegar leggja átti svonefnda Suðvesturlínu. 19. maí 2021 06:16
Fella úr gildi ákvörðun Voga um að hafna leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 sem Landsnet hyggst reisa. 5. október 2021 08:11