Eftir Covid-19, verkefni og áskoranir Þórkatla Aðalsteinsdóttir skrifar 6. október 2021 14:00 Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórkatla Aðalsteinsdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er skrýtið hvað við getum vanist ótrúlegustu aðstæðum og tileinkað okkur nýja siði og venjur ef við neyðumst til þess. Það þarf ekki að fjölyrða um það hvað Covid lagði á okkur síðast liðið rúmt eitt og hálft ár. Ýmislegt sem áður var okkur svo fjarlægt er orðinn okkar veruleiki (s.s. grímur og að lúta höfði í kveðjuskyni í stað þess að takast í hendur). Við erum sem sagt orðin austurlenskari í háttum en við vorum! Núna höfum við snúið til baka á vinnustaðinn eftir að hafa unnið mikið heima, verið fyrir framan skjáinn í samskiptum og þægindaramminn hefur minnkað mikið þetta síðasta eina og hálfa ár. Svo mætum við til vinnu og finnum að við erum óörugg. Sum hafa verið í sóttvarnarhólfum í vinnunni og lært að líta á þá sem eru í öðrum hólfum sem ósnertanlega fjarlæga vinnufélaga sem er bara hægt að hafa samskipti við gegnum tölvuna. Við spyrjum okkur um það hvað má, hvar línan liggur? Má spjalla, má hittast við kaffivélina? Má borða saman og hversu þétt má sitja? Og ef einhver meldar sig veikan leggst óöryggið yfir staðinn. Má spyrja hvað er að? Má spyrja hvort viðkomandi hafi farið í test eða erum við þá að ala á smitskömm eða stunda persónunjósnir? Hvernig höldum við í okkar ábyrgu smitvarnir en endurnýjum samt langþráð samstarf við góða vinnufélaga? Og hvernig eflum við liðsandann á ný og sköpum skemmtilegar stundir í hópnum? Allt eru þetta snúnar og erfiðar spurningar og sitt sýnist hverjum. Stundum er stutt í viðbrögð sem byggja á kvíða og óöryggi og skapa svo súrt andrúmsloft og samstarfið líður fyrir það. Allar breytingar eru flóknar og þessar eru það líka. Við gerum fullt af mistökum, skömmum okkur fyrir þau og stundum vantar upp á umburðarlyndið bæði gagnvart okkur sjálfum og líka gagnvart öðrum. Samskipti eru lykillinn, við þurfum að koma okkur saman um línu sem við getum flest fylgt en líka sýna því skilning ef einhver treystir sér ekki til að fylgja fjöldanum. Heilsukvíði, kvíði vegna heilsulausra aðstendenda og fleira tengt því getur svo sannarlega orðið til þess að einhverjir starfsmenn halda í þrönga þægindahringinn og vilja fara sér hægt í að stækka hann og stíga út. En orð eru til alls fyrst. Leyfum okkur að ræða þessi atriði, ræða okkar eigið óöryggi og spyrja spurninga. Því fyrr náum við vopnum okkar á ný reynslunni ríkari. Höfundur er sálfræðingur, stofnandi og einn eigenda Lífs og sálar sálfræði- og ráðgjafarstofu.
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar