Chappelle sakaður um transfóbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 14:48 Dave Chappelle. Getty/Stacy Revere Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“. Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“.
Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira