Chappelle sakaður um transfóbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2021 14:48 Dave Chappelle. Getty/Stacy Revere Forsvarsmenn Netflix eru undir þrýstingi um að fjarlægja nýjustu sýningu grínistans Dave Chappelle af streymisveitunni vegna ummæla hans um trans-fólk. Í sýningunni, sem heitir The Closer, lýsir Chappelle yfir stuðningi við rithöfundinn JK Rowling, sem hefur einnig verið sökuð um transfóbíu, og sagði kyn vera staðreynd. Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“. Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Það er að segja að transfólk gæti ekki breytt líffræðilegu kyni sínu, eins og Rowling hafði áður haldið fram. Chappelle lýsti því einnig yfir að hann tilheyrði hreyfingu sem kallast TERF eða trans-exclusionary radical feminist, sem eru í stuttu máli sagt transfóbískir femínistar. Sjá einnig: Ricky Gervais og J.K Rowling sökuð um transfóbíu Chappelle var að tala á tilfinningalegum nótum um vinskap sinn við Daphne Dorman, transkonu sem var grínisti en svipti sig lífi árið 2019 og það að LGBT-fólk virtist að hans mati æðra svörtu fólki í Bandaríkjunum. Það mætti skjóta svart fólk, sagði Chappelle, en enginn mætti móðga samkynhneigða. Var hann þar að vísa til máls rapparans DaBaby sem skaut mann til bana árið 2018. Hann sagðist hafa gert það í sjálfsvörn og var einungis ákærður fyrir vopnaburð. Chappelle sagðist í lok sýningar sinnar hættur að segja brandara um LGBT-fólk og bað það um að hætta að beita sér gegn „mínu fólki“ en þar var hann eins og fram kemur í frétt Guardian að vísa til fólks eins og DaBaby og grínistans Kevin Hart, sem hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir niðrandi og særandi ummæli um LGBT-fólk. Meðal annars sagði Chappelle um DaBaby að það að taka af honum lífsviðurværi hans væri til jafns við að drepa hann. Þá sagði hann reiður á svip að draumastarf Kevin Hart, það að kynna Óskarsverðlaunahátíðina, hefði verið tekið af honum á ósanngjarnan hátt. Sjá einnig: Kevin Hart hættir sem Óskarskynnir vegna umdeildra ummæla um samkynhneigða Eins og fram kemur í frétt Sky News hefur Chapelle verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín af samtökum sem berjast fyrir réttindum transfólks vestanhafs. Þar á meðal samtaka eins og GLAAD og The National Black Justice Coalition. Framkvæmdastjóri NBJC segir brandara eins þá sem Chappelle hafi varpað fram ekki vera saklausa. Árið sem nú er farið að halla á stefni í að verða það banvænasta fyrir transfólk í Bandaríkjunum og meirihluti þeirra sem hafi dáið sé þeldökkt transfólk. It is deeply disappointing that Netflix allowed Dave Chappelle s lazy and hostile transphobia and homophobia to air on its platform." -David J. JohnsRead the full article on his special with the link https://t.co/KKvm78ZOqE pic.twitter.com/Le6AfxMZJc— NBJC (@NBJContheMove) October 7, 2021 Forsvarsmenn samtakanna og aðrir hafa krafist þess að sýning Chappelle verði fjarlægð af Netflix. Chappelle sjálfur virðist ekki hafa miklar áhyggjur. „Ef þetta er að vera slaufað, þá elska ég það,“ sagði grínistinn á samkomu í Hollywood Bowl í Los Angeles í gær. Samkvæmt frétt Deadline sagðist Chappelle ekki vilja rífast við neinn áður en hann gagnrýndi fyrirtæki og yfirvöld í Bandaríkjunum. Því næst sagði hann Bandaríkjamenn þurfa að treysta hvorum öðrum. Hann bætti svo við: „Til helvítis með Twitter“.
Bandaríkin Hinsegin Netflix Málefni transfólks Hollywood Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira