Háskóli Íslands eða Háskóli höfuðborgarsvæðisins? Stefanía Hrund Guðmundsdóttir og Agnes Klara Ben Jónsdóttir skrifa 11. október 2021 13:30 „Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
„Við erum ábyrg og meðvituð um samfélagslegt mikilvægi skólans.” Þessi setning stendur framarlega í stefnu Háskóla Íslands 2021 - 2026. Nafn skólans gefur það til kynna, eins og setningin hér að ofan að skólin þjóni samfélaginu öllu en því miður er það svo að ekki allir hafi jafnan aðgang að náminu. Fyrir stuttu síðan fengum við vinkonurnar þá hugmynd að skrá okkur í nám í Félagsráðgjöf. Við erum báðar búsettar á austurlandi, tókum okkar B.A. gráður í 100% fjarnámi frá Háskólanum á Akureyri með því að mæta í nokkrar lotur og bjuggumst við því að geta þarna bætt við okkur annarri gráðu með sömu tækni. Í umsóknarferlinu rákum við augun í að fáir áfangar eru kenndir í fjarnámi og eftir að hafa haft samband við starfsmann H.Í. kom í ljós að þeir bjóða ekki upp á neitt nám sem er 100% kennt í fjarnámi. Almenna reglan væri mætingarskylda og mögulega einn og einn áfangi sem hægt væri að taka í gegnum netið. Við fengum þær heimildir frá fólki í kring um okkur að á Hugvísindasviði skólans væru 623 áfangar en aðeins 36 af þeim eru skráðir sem fjarnámsáfangar, sem er mjög lág prósentutala. Til samanburðar er allt grunnnám í boði sem fjarnám í gegnum Háskólann á Akureyri þar sem nemendur mæta svo í reglulegar lotur til þess að vinna verkefni og skapa umræður meðal samnemenda sinna. Okkur blöskraði, skólinn sem á að heita Háskóli Íslands er bara alls ekki skóli fyrir alla á Íslandi. Á þessum tækni tímum sem við lifum á getur skólinn ekki boðið upp á fjarnám, samt getur Háskólinn á Akureyri gert það án vandkvæða. Fólki stendur líka til boða að taka gráðurnar sínar í fjarnámi við skóla í útlöndum, þarna er ósamræmi sem ætti að vera löngu búið að laga. Við vöktum athygli á þessu á samfélagsmiðlum og viðbrögðin voru ótrúleg, fólk sem hefur kvartað undan þessu sama ár eftir ár eftir ár. Fólk sem hafði hætt við að fara í námið sem þeim hefur alltaf dreymt um, fólk sem hefur ákveðið að rífa sig upp frá stöðum sem það elskar og fara suður til Reykjavíkur til þess eins að mennta sig. Þess má líka geta að margir velja fjarnám til þess að geta aðlagað náminu sínu lífi, fjölskyldu, áhugamálum og vinnu. Það að fara í fjarnám er ákveðin ábyrgð og hentar alls ekki öllum, en fyrir suma hentar þetta fullkomlega og því er ekkert því til fyrirstöðu að bjóða upp á það sem val líka og bæta þannig aðgengi fólks að námi. Miðað við þessi viðbrögð sem við fengum erum við ekki að vekja athygli á nýju vandamáli. Við getum ekki annað en spurt, af hverju er ekki búið að laga þetta? Af hverju hefur menntamálaráðherra ekki gripið í taumana og komið með lausn á þessum vanda? Af hverju er þögn hjá stjórnendum skólans, af hverju er ekki hugsað í lausnum? Á covid tímum var öllu námi skellt yfir í fjarnám, eðlilega voru hnökrar í byrjun en á endanum gekk allt vel og fólk hélt áfram að mennta sig. Hvað stoppar skólann í að halda þessu áfram? Hvað stoppar Háskóla Íslands í að vera skóli fyrir alla þá sem vilja menntun á Íslandi - en ekki bara þá sem eru tilbúnir að búa fyrir sunnan? Hvað með okkur sem búum út á landi, getum ekki flutt eða einfaldlega viljum það ekki? Landsbyggðin þarf á faglærðu fólki að halda og við eigum það skilið að eiga sömu möguleika á menntun og fólk sem býr á suðurlandinu. Stefanía Hrund Guðmundsdóttir B.A. gráða í Fjölmiðlafræði. Agnes Klara Ben Jónsdóttir B.A. gráða í Lögreglu- og löggæslufræði.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun