Risa kötturinn Skjöldur í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. október 2021 20:53 María Ísrún og Skjöldur eru miklir vinir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skjöldur er risa köttur á heimili í Keflavík sem er rúmlega einn metri á lengd og tólf kíló á þyngd. Eigandinn segir að þrátt fyrir stærð kattarins sé hjartað hans mjög lítið enda Skjöldur feimin og inn í sig. Fjölskylda á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ er dýrasjúk enda með nokkur tvo risa ketti á heimilinu, tvo hunda og þrjú börn. Kötturinn Skjöldur vekur mikla athygli fyrir stærð sína enda miklu stærri en hundarnir á heimilinu. Skjöldur er af Maine Coon kyni. „Þetta er líka með stærstu kisutegundum í heiminum af heimilisköttum, hann er mjög hræddur við að vera úti því hann er inni kisi. Þetta eru risa stórir kettir en með pínulítið hjarta,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Skjaldar. María segir að Skjöldur sé einn metri og fjórir sentímetrar að lengd og hann sé frá 10 til 12 kílóum á þyngd. Skjöldur er risa köttur eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við köllum hann stundum Skúli Fúli því ég segi það ef hann væri manneskja væri hann alltaf tuðandi en ann er rosalega skemmtilegur og mikil keligrís.“ En hvernig er að vera með hunda og ketti saman á heimili? „Það gengur rosalega vel, sérstaklega með þessa tegund af köttum því þeir eru mjög hrifnir af hundum. Þau leika sér öll saman og kúra saman, já, þetta gengur ótrúlega vel,“ segir María og bætir við. „Ég segi stundum í gríni við fólk þegar það kemur í heimsókn að það verði að borga 50 krónur inn því ég sé með lítinn húsdýragarð hérna inni, það þurfi að borga fyrir að heimsækja mig. En mér finnst þetta rosalega gaman, mér finnst æðislegt að vera með svona mikið af dýrum en maður þarf náttúrulega að hugsa um þeim. Þetta er áhugamál, maður þarf að hugsa um þau, gefa þeim það besta að borða, fara með þau út að ganga, kemba og greiða og leika. Sumir fara í golf, ég á fullt af dýrum.“ María Ísrún Hauksdóttir dýraeigandi með meiru í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Reykjanesbær Dýr Kettir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Fjölskylda á Melteignum í Keflavík í Reykjanesbæ er dýrasjúk enda með nokkur tvo risa ketti á heimilinu, tvo hunda og þrjú börn. Kötturinn Skjöldur vekur mikla athygli fyrir stærð sína enda miklu stærri en hundarnir á heimilinu. Skjöldur er af Maine Coon kyni. „Þetta er líka með stærstu kisutegundum í heiminum af heimilisköttum, hann er mjög hræddur við að vera úti því hann er inni kisi. Þetta eru risa stórir kettir en með pínulítið hjarta,“ segir María Ísrún Hauksdóttir, eigandi Skjaldar. María segir að Skjöldur sé einn metri og fjórir sentímetrar að lengd og hann sé frá 10 til 12 kílóum á þyngd. Skjöldur er risa köttur eins og sjá má.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við köllum hann stundum Skúli Fúli því ég segi það ef hann væri manneskja væri hann alltaf tuðandi en ann er rosalega skemmtilegur og mikil keligrís.“ En hvernig er að vera með hunda og ketti saman á heimili? „Það gengur rosalega vel, sérstaklega með þessa tegund af köttum því þeir eru mjög hrifnir af hundum. Þau leika sér öll saman og kúra saman, já, þetta gengur ótrúlega vel,“ segir María og bætir við. „Ég segi stundum í gríni við fólk þegar það kemur í heimsókn að það verði að borga 50 krónur inn því ég sé með lítinn húsdýragarð hérna inni, það þurfi að borga fyrir að heimsækja mig. En mér finnst þetta rosalega gaman, mér finnst æðislegt að vera með svona mikið af dýrum en maður þarf náttúrulega að hugsa um þeim. Þetta er áhugamál, maður þarf að hugsa um þau, gefa þeim það besta að borða, fara með þau út að ganga, kemba og greiða og leika. Sumir fara í golf, ég á fullt af dýrum.“ María Ísrún Hauksdóttir dýraeigandi með meiru í Reykjanesbæ.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Reykjanesbær Dýr Kettir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira