Verkfall í kvikmynda- og þáttagerð gæti hafist eftir helgi Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2021 15:44 Alþjóðlegt bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er stéttarfélag ýmissa stétta sem starfa við kvikmynda- og sjónvarpsgerð í Bandaríkjunum. AP/Chris Pizzello Um 60.000 félagar í stéttarfélagi kvikmynda- og þáttagerðafólks í Bandaríkjunum gæti hafist á mánudag ef samningar nást ekki við framleiðendur áður. Vinna við kvikmyndir og þætti í Hollywood og víðar myndi að líkindum stöðvast að miklu leyti. Hvíldar- og matartímar fyrir lægst launuðu félagsmennina eru helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Alþjóðlegs bandalags leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) og viðsemjenda þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ef til verkfalls kemur á mánudag yrði það fyrsta landsverkfallið í 128 ára sögu IATSE. Innan vébanda þess eru kvikmyndatökumenn, sviðsmyndahönnuðir, smiðir, hárgreiðslu- og förðunarfræðingar og fleiri. Afgerandi meirihluti félagsmanna samþykkti verkfallsboðun í byrjun mánaðar. Starfsfólk í kvikmyndaiðnaði hefur lengi kvartað undan gífurlegu álagi og löngum tökudögum. Það fái hvorki nægilega hvíld á vinnutíma né á milli vakta. Talsmenn IATSE segir að þeir sem eru á lægstu laununum nái ekki endum saman. Streymisveitur eins og Apple, Amazon og Netflix komast upp með að greiða þeim enn lægri laun en kveðið er á um í samningum þar sem þær fengu undanþágur þegar þær komu fyrst fram á sjónarsviðið. Síðan þá eru streymisveitur orðnar að iðnaði sem veltir milljörðum á milljarða ofan. Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda segir hefur sagt að það meti starfsfólk sitt að verðleikum og að það ætli sér að koma í veg fyrir vinnustöðvun í geira sem er enn að ná vopnum sínum eftir verulegar raskanir af völdum kórónuveirufaraldursins. Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hvíldar- og matartímar fyrir lægst launuðu félagsmennina eru helsti ásteytingarsteinninn í viðræðum Alþjóðlegs bandalags leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) og viðsemjenda þeirra, að sögn AP-fréttastofunnar. Ef til verkfalls kemur á mánudag yrði það fyrsta landsverkfallið í 128 ára sögu IATSE. Innan vébanda þess eru kvikmyndatökumenn, sviðsmyndahönnuðir, smiðir, hárgreiðslu- og förðunarfræðingar og fleiri. Afgerandi meirihluti félagsmanna samþykkti verkfallsboðun í byrjun mánaðar. Starfsfólk í kvikmyndaiðnaði hefur lengi kvartað undan gífurlegu álagi og löngum tökudögum. Það fái hvorki nægilega hvíld á vinnutíma né á milli vakta. Talsmenn IATSE segir að þeir sem eru á lægstu laununum nái ekki endum saman. Streymisveitur eins og Apple, Amazon og Netflix komast upp með að greiða þeim enn lægri laun en kveðið er á um í samningum þar sem þær fengu undanþágur þegar þær komu fyrst fram á sjónarsviðið. Síðan þá eru streymisveitur orðnar að iðnaði sem veltir milljörðum á milljarða ofan. Bandalag kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda segir hefur sagt að það meti starfsfólk sitt að verðleikum og að það ætli sér að koma í veg fyrir vinnustöðvun í geira sem er enn að ná vopnum sínum eftir verulegar raskanir af völdum kórónuveirufaraldursins.
Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira