Erlent

Gervi­hnatta­myndir sýna aukinn kraft í gosinu á La Palma

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hraunstraumurinn tók nýja stefnu.
Hraunstraumurinn tók nýja stefnu. Mynd/ESA

Gervihnattamyndir sem teknar hafa verið yfir spænsku eyjunni La Palma sýna að aukinn kraftur er komið í eldgosið í Cumbre Vieja eldfjallinu.

Sentinel-2 gervihnötturinn flaug yfir eyjuna um helgina og tók myndir eftir að gígur eldfjallsins hrundi að hluta.Það gerði það að verkum að aukið magn fljótandi hrauns flæddi niður hlíðar fjallsins.

Myndin sem sjá má hér að ofan var tekin af Sentinel-2 en hún hefur verið unnin þannig að hraunstraumurinn er mjög greinilegur. Tók hann nýja stefnu frá eldri farvegi hraunsins sem hafði náð út í sjó.

Gosmökkurinn er greinilegur úr geimnum.Mynd/Nasa

Gasstraumur frá eldfjallinu færist nú að mestu yfir Afríku. Gosmökkurinn nær í um þriggja kílómetra hæð og náðu geimfarar um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni glæsilegum myndum af gosmekkinum fyrr í mánuðinum.

Talið er að um 1.200 hús hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst.

Beina útsendingu Reuters frá eldgosinu má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Sements­verk­smiðja nýjasta fórnar­lamb eld­gossins á La Palma

Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun.

Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma

Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×