Norðurslóðir án íss! Bryndís Haraldsdóttir skrifar 14. október 2021 12:35 Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Ísinn á Norðurskautinu hefur aldrei mælst minni og á aðeins örfáum árum hefur íshellan minnkað um flatarmál sem nemur Frakklandi, Spáni, Þýskalandi, Póllandi og Ítalíu samanlagt. Grænlandsjökull bráðnar nú sem aldrei fyrr og snjókoma dagsins í dag og til framtíðar vegur ekki lengur upp á móti bráðnuninni, jafnvel þótt hlýnun jarðar myndi stöðvast í dag. Norðurslóðir án íss eru því miður ekki svo fjarlæg fullyrðing. Það að sporna við loftlagsbreytingum er eitt brýnasta verkefni stjórnmálanna og það kallar á alþjóðlegt samstarf, enda er loftslagsváin áskorun án landamæra. En það er ekki nóg að sporna við loftlagsbreytingum, við þurfum líka að búa okkur undir þær breytingar sem hafa orðið og munu verða. Innviðir okkar þurfa að þola aukið álag með miklum og örum veðurbreytingum. Með minnkun sífrera, flata þar sem frost fer ekki úr jörðu, aukast t.d. líkur á aurflóðum og þurfa vegir, raflagnir og aðrar veitur að þola aukið álag. Það sem gerist á Norðurslóðum á ekki bara erindi við okkur sem þar búum heldur hefur hlýnunin áhrif um allan heim, t.d. með hækkun sjávarstöðu. Þess vegna hafa öll helstu ríki heims myndað sér stefnu í málefnum Norðurslóða, líka fjarlæg ríki í Asíu. Í ógninni leynast líka tækifæri Fyrir Ísland felast margvísleg tækifæri í auknum alþjóðlegum áhuga á norðurslóðum. Sem friðsamt smáríki, miðja vegu milli Norðurskautsríkjanna í austri og vestri, er Ísland í ákjósanlegri aðstöðu til að marka sér enn frekari sess sem vettvangur umræðu og ráðstefnuhalds um Norðurslóðir. Rannsóknir eru forsenda þess að greina megi þær öru breytingar sem eru að eiga sér stað á Norðurslóðum og meta hvaða viðbragða er þörf. Norðurslóðarannsóknir snerta mörg fræðasvið og kalla á virkt alþjóðlegt samstarf. Þar liggja mikil sóknarfæri fyrir Ísland til þess að vera vettvangur opinnar umræðu um rannsóknaniðurstöður, leiða saman rannsakendur frá ýmsum löndum, finna leiðir til að hagnýta rannsóknaniðurstöður og stuðla að nýsköpun. Það er því mikilvægt að nýta krafta fræðasamfélagsins sem heildar hér á landi til að nýta sem best þekkingu þess og reynslu, enda eru verkefni framtíðarinnar krefjandi og kalla á framsýnar lausnir, öflugt samstarf og víðtæka þátttöku fræðasamfélagsins í samstarfi við einkaaðila, sveitarfélög og ríki. Arctic partý Fyrrverandi forseti okkar, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur ómað í sjónvarpstækjum landsmanna og boðið í partý – „fögnum saman loksins“, segir Ólafur Ragnar. En hugarfóstur hans Hringborð Norðurslóða (Arctic Circle) hefur frá 2013 verið einn helsti opni umræðuvettvangurinn í heiminum um málefni Norðurslóða. Stjórnmálamenn, fræðafólk og fulltrúar grasrótarsamtaka og atvinnulífs hafa komið saman og rætt um Norðurslóðir, áskoranir og tækifæri framtíðarinnar. Í dag hefst partýið og ég ætla að mæta og hlusta. Hver veit nema rannsóknir, tækniyfirfærsla og nýsköpun tengt Norðurslóðamálum og hringrásarhagkerfinu verði okkar næsti grunnatvinnuvegur. Hugvitið er endalaust hægt að virkja. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar