Ákvörðun um framhaldið í máli Gylfa líklega tekin á morgun Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sindri Sverrisson skrifa 14. október 2021 14:35 Lögreglan í Manchester mun þurfa að taka ákvörðun um framhaldið í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar á morgun. Vísir/Daniel Thor Lögreglan í Manchester á Bretlandi mun að öllum líkindum taka ákvörðun um það á morgun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn barni eða hvort farbann yfir honum verði framlengt. Gylfi Þór var handtekinn föstudaginn 16. júlí síðastliðinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða ungmenni. Síðan hann var handtekinn hefur Gylfi verið laus gegn tryggingu og gildir það fyrirkomulag þangaði til á laugardaginn, 16. október. Vegna þess að sá dagur er laugardagur er líklegast að lögreglan þurfi að taka ákvörðun um framhaldið á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan þrjá möguleika. Hún gæti gefið út ákæru á hendur Gylfa, látið málið niður falla eða framlengt núgildandi fyrirkomulagi. Framlengingin gæti gilt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Engin tímamörk á rannsókn mála Rétt tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Gylfi var handtekinn en rannsókn svona mála geta tekið langan tíma en engin tímamörk eru á rannsókn svona mála í Bretlandi. Til samanburðar má nefna mál knattspyrnumannsins velska Ryan Giggs, sem var handtekinn grunaður um heimilisofbeldi í nóvember í fyrra. Hann var ekki ákærður fyrir heimilisofbeldi fyrr en í apríl á þessu ári og liðu sex mánuðir frá því að hann var handtekinn og þar til hann mætti fyrir dóm, þar sem hann neitaði sök. Kom fljótt í ljós að Gylfi væri maðurinn Málið hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og úti í Bretlandi þar sem Gylfi hefur spilað með knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni. Slúðursögur fóru af stað á samfélagsmiðlum stuttu eftir að Gylfi var handtekinn en húsleit hafði verið gerð á heimili hans í Manchester á sama tíma og hann var handtekinn. Eftir skýrslutöku hjá lögreglunni var hann látinn laus gegn tryggingu. Strax daginn eftir handtökuna voru netverjar farnir að spekúlera um hvern hafi verið að ræða. Það var svo mánudaginn 19. júlí sem línur fóru að skýrast þegar Everton gaf út yfirlýsingu og staðfesti að leikmaður liðsins hefði verið settur í ótímabundið leyfi vegna lögreglurannsóknar. Í yfirlýsingu liðsins kom fram að um væri að ræða 31 árs gamlan leikmann. Komu þá aðeins tveir leikmenn Everton til greina á umræddum aldri, Gylfi eða Fabian Delph. Stuttu síðar steig Delph fram og lýsti því yfir að hann væri ekki umræddur leikmaður. Það var svo þriðjudaginn 20. júlí sem fréttastofa fékk það staðfest hjá heimildarmanni að Gylfi væri umræddur leikmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur hvorki náðst í Gylfa né umboðsmann hans frá því að málið komst í fjölmiðla. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið. Spilar hvorki með landsliðinu né Everton í vetur Gylfi er ekki á lista Everton yfir þá leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar. Hann hefur því ekkert komið við sögu hjá liðinu í stjórnartíð Rafa Benítez sem tók við Everton í sumar. Samningur Gylfa við Everton rennur út næsta sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir metfé árið 2017, eða um 45 milljónir punda. Gylfi lék síðast landsleik í nóvember í fyrra. Hann gaf ekki kost á sér í fyrstu leiki Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, í lok mars, og bar því við að hann vildi ekki missa af fæðingu fyrsta barns þeirra Alexöndru Helgu Ívarsdóttur en þau eignuðust dóttur 5. maí. Frá því að Gylfi var handtekinn hefur Ísland leikið fimm leiki í undankeppni HM án hans. Gylfi hefur leikið 78 A-landsleiki og var í fararbroddi íslenska liðsins sem komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og í lokakeppni HM 2018. Hann hefur skorað 25 mörk sem er einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar. England Fótbolti Bretland Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. 14. október 2021 10:01 Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi. 12. september 2021 10:47 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Gylfi Þór var handtekinn föstudaginn 16. júlí síðastliðinn vegna gruns um kynferðisbrot gegn ólögráða ungmenni. Síðan hann var handtekinn hefur Gylfi verið laus gegn tryggingu og gildir það fyrirkomulag þangaði til á laugardaginn, 16. október. Vegna þess að sá dagur er laugardagur er líklegast að lögreglan þurfi að taka ákvörðun um framhaldið á morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan þrjá möguleika. Hún gæti gefið út ákæru á hendur Gylfa, látið málið niður falla eða framlengt núgildandi fyrirkomulagi. Framlengingin gæti gilt frá nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Engin tímamörk á rannsókn mála Rétt tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan Gylfi var handtekinn en rannsókn svona mála geta tekið langan tíma en engin tímamörk eru á rannsókn svona mála í Bretlandi. Til samanburðar má nefna mál knattspyrnumannsins velska Ryan Giggs, sem var handtekinn grunaður um heimilisofbeldi í nóvember í fyrra. Hann var ekki ákærður fyrir heimilisofbeldi fyrr en í apríl á þessu ári og liðu sex mánuðir frá því að hann var handtekinn og þar til hann mætti fyrir dóm, þar sem hann neitaði sök. Kom fljótt í ljós að Gylfi væri maðurinn Málið hefur vakið mikla athygli, bæði hér heima og úti í Bretlandi þar sem Gylfi hefur spilað með knattspyrnuliðinu Everton í ensku úrvalsdeildinni. Slúðursögur fóru af stað á samfélagsmiðlum stuttu eftir að Gylfi var handtekinn en húsleit hafði verið gerð á heimili hans í Manchester á sama tíma og hann var handtekinn. Eftir skýrslutöku hjá lögreglunni var hann látinn laus gegn tryggingu. Strax daginn eftir handtökuna voru netverjar farnir að spekúlera um hvern hafi verið að ræða. Það var svo mánudaginn 19. júlí sem línur fóru að skýrast þegar Everton gaf út yfirlýsingu og staðfesti að leikmaður liðsins hefði verið settur í ótímabundið leyfi vegna lögreglurannsóknar. Í yfirlýsingu liðsins kom fram að um væri að ræða 31 árs gamlan leikmann. Komu þá aðeins tveir leikmenn Everton til greina á umræddum aldri, Gylfi eða Fabian Delph. Stuttu síðar steig Delph fram og lýsti því yfir að hann væri ekki umræddur leikmaður. Það var svo þriðjudaginn 20. júlí sem fréttastofa fékk það staðfest hjá heimildarmanni að Gylfi væri umræddur leikmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur hvorki náðst í Gylfa né umboðsmann hans frá því að málið komst í fjölmiðla. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið. Spilar hvorki með landsliðinu né Everton í vetur Gylfi er ekki á lista Everton yfir þá leikmenn sem liðið hefur mátt tefla fram í leikjum frá 1. september og má því ekki spila fyrir liðið fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar. Hann hefur því ekkert komið við sögu hjá liðinu í stjórnartíð Rafa Benítez sem tók við Everton í sumar. Samningur Gylfa við Everton rennur út næsta sumar en hann var keyptur til félagsins frá Swansea fyrir metfé árið 2017, eða um 45 milljónir punda. Gylfi lék síðast landsleik í nóvember í fyrra. Hann gaf ekki kost á sér í fyrstu leiki Íslands undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, í lok mars, og bar því við að hann vildi ekki missa af fæðingu fyrsta barns þeirra Alexöndru Helgu Ívarsdóttur en þau eignuðust dóttur 5. maí. Frá því að Gylfi var handtekinn hefur Ísland leikið fimm leiki í undankeppni HM án hans. Gylfi hefur leikið 78 A-landsleiki og var í fararbroddi íslenska liðsins sem komst í 8-liða úrslit á EM 2016 og í lokakeppni HM 2018. Hann hefur skorað 25 mörk sem er einu marki frá markameti Eiðs Smára Guðjohnsen og Kolbeins Sigþórssonar.
England Fótbolti Bretland Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. 14. október 2021 10:01 Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi. 12. september 2021 10:47 Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Sjá meira
Enginn Aron Einar, jarðarfararstemning, stungið af en ljós við enda ganganna Þótt öldugangurinn í kringum karlalandsliðið í fótbolta hafi ekki verið jafn mikill í nýafstaðinni landsleikjahrinu og þeirri síðustu var sjórinn ekki spegilsléttur þegar kemur að strákunum okkar. 14. október 2021 10:01
Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi. 12. september 2021 10:47
Hetjur innan vallar en víða pottur brotinn utan vallar Þeir sameinuðu íslensku þjóðina með góðu gengi sem náði hápunkti á Evrópumótinu í Frakklandi 2016 og vöktu athygli um allan heim fyrir árangur sinn. Á þeim fimm árum sem hafa síðan liðið hefur hver hrollvekjusagan af landsliðsmönnum Íslands í knattspyrnu farið sem eldur í sinu um samfélagið, ýmist í formi óstaðfestra eða staðfestra sagna. 28. ágúst 2021 15:39