Þórólfur um meintan hræðsluáróður: „Þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 18:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gefur lítið fyrir þá gagnrýni á orð hans um að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum sé hræðsluáróður. Hann segir þau sem segja það ekki hafa kynnt sér málin nægilega vel. Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Þórólfur sagði í viðtali við Ríkisútvarpið í gær að hugsanlegt væri að inflúensa og RS-veira settu strik í reikninginn hvað varðaði afléttingar á sóttvarnatakmörkunum. Áfram ætti að aflétta smám saman en draga þyrfti lærdóm af bakslaginu síðasta sumar þegar öllum takmörkunum var aflétt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sögðu sóttvarnalækni hins vegar ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. Spurði Hildur meðal annars hvort ekki væri nóg komið af þessum „tilhæfulausa hræðsluáróðri.“ Þórólfur var spurður út í þessa gagnrýni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þetta er ekki frá mér komið. Sóttvarnarstofnun Evrópu hefur bent á þetta og beðið þjóðir um að undirbúa sig fyrir veturinn með tilliti til Covid líka. Bæði hafa þessar stofnanir verið að benda á alvarleikann ef fólk fær þessar sýkingar á sama tíma og eins gæti verið að því að inflúensan gekk ekki í fyrra fengum við stærri inflúensufaraldur í ár sem að gæti haft áhrif á til dæmis sjúkrahúsin og heilbrigðiskerfið. Þannig að þetta er ekki frá mér komið, þetta er ekki eitthvað sem ég er að búa til,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Sagði hann að þeir sem kölluðu þetta hræðsluáróður hefðu einfaldlega ekki kynnt sér málin nægjanlega vel. „Þetta er það sem norrænir kollegar, norræn heilbrigðisyfirvöld eru að tala um. Heilbrigðisyfirvöld í Bretland og Sóttvarnastofnun Evrópu hefur lagt áherslu á þetta. Ég hef heyrt líka aðila frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni tala um þetta þannig að þeir sem eru að tala um tilhæfulausan hræðsluáróður, þeir hafa bara ekki kynnt sér málin alveg,“ sagði Þórólfur. Sagði hann að ummæli hans um RS-vírusinn og inflúensuna snerust um að heilbrigðiskerfið gæti ráðið við að sinna slíkum tilfellum, auk Covid-19 tilfella. „Ég er ekki að tala um að það þurfi að halda þessum aðferðum áfram út af inflúensu, heldur erum við að tala um að vernda heilbrigðiskerfið og hluti af því er að reyna að hafa kerfið þannig að það geti tekið á móti inflúensu og RS eins og venjulega. En þá þurfum við líka að hafa bolmagn til að geta fengist við Covid-19.“ Tvö þúsund smit tengd Bankastræti Club síðan í sumar Þórólfur lagði áherslu á það í viðtali við fréttastofu í gær að ekki yrði opið fram á nótt á skemmtistöðum bæjarins ef slakað verður á samkomutakmörkunum. Sagði hann ljóst að þær bylgjur sem mest vandræði hafi skapað hafi hafist á djamminu. Þetta sæist glögglega í raðgreiningargögnum. Um 400 undirtegundir delta-veirunnar hefðu greinst hér á landi frá því að hún kom fyrst hingað. „Þar af eru fimm afbrigði sem að hafa smitað 100 manns eða fleiri. Þar á toppnum er þessi Bankastræti Club týpa sem greindist þar og tengdist þeim stað fyrst. Það eru yfir tvö þúsund manns sem að hafa greinst með þá tegund.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Næturlíf Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52 Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Segja nóg komið af hræðsluáróðri Þórólfs og vilja aflétta öllu strax Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segja sóttvarnalækni ekki geta frestað afléttingu samkomutakmarkana og vísað til inflúensu og RS-vírus. Sjálfstæðiskonurnar krefjast þess að öllu verði aflétt strax. 14. október 2021 14:52
Skipti gríðarlegu máli að ekki sé opið í bænum fram á nótt Sóttvarnalæknir segir Landspítalann þurfa svara því hvort hann sé í stakk búinn til að bregðast við auknum fjölda smita ef aðgerðum verður aflétt innanlands. Þetta segir hann í ljósi minnisblaðs forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra þar sem litið er til Norðurlanda sem hafa aflétt öllum sínum aðgerðum. 13. október 2021 12:12