Morð þingmannsins minni óþægilega mikið á morðið á Jo Cox Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. október 2021 14:16 Eiríkur Bergmann segir morðið á David Amess í gær minna á morðið á Jo Cox fyrir fimm árum. Stjórnmálafræðingur segir morðið á breska þingmanninum David Amess geta haft gífurleg, og alvarleg, áhrif á stjórnmál í Bretlandi og víðar. Lögregla í Lundúnum rannsakar nú morðið sem hryðjuverk en Amess var stunginn til bana á kjördæmisskrifstofu sinni í Essex í gær. Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur. Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Aðeins fimm ár eru liðin síðan að þingmaðurinn Jo Cox var myrt í aðdraganda Brexit kosninganna 2016. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að í gegnum tíðina hafi bresk stjórnmál verið mjög opin en morðið á Cox hafi takmarkað aðgengi kjósenda á þingmönnum. Slíkt gæti gerst ný með morðinu á Amess en Eiríkur segir margt líkt með morðinu á Cox fyrir fimm árum og morðinu á Amess í gær. Amess var þingmaður íhaldsflokksins en Cox þingmaður verkamannaflokksins. „Þessi atburður [í gær] minnir eiginlega óþægilega mikið á [morðið á Cox], í báðum tilvikum var um að ræða þingmenn á leiðinni til fundar við fólk í kjördæmi sínu,“ segir Eiríkur. „Eftir að Cox var myrt jókst öryggisgæsla verulega við þingmenn og það má gera ráð fyrir að hún eigi eftir að aukast enn meira við þennan viðburð.“ „Þannig ein afleiðingin gæti verið erfiðara aðgengi almennings að þingmönnum sínum sem væri mjög slæmt fyrir breska stjórnmálamenningu sem hefur, þrátt fyrir allt, verið mjög opin hvað þetta varðar,“ segir Eiríkur. Lögregla er nú með 25 ára gamlan breskan karlmann af sómölskum uppruna í haldi og er hann grunaður um verknaðinn. „Svona skelfilegur viðburður hefur gjarnan þær afleiðingar að kalla fram ákveðna andúð á tilteknum þjóðfélagshópum heima fyrir og verður svona til þess að þessi samfélög pólaríserast meira og getur orðið algjört eitur í samfélögum,“ segir Eiríkur. Aðspurður um hvaða áhrif morð á þingmanni í vestrænu samfélagi hefur segir Eiríkur það erfitt að segja. „Svona atburðir eiga það til að kalla á viðbrögð og þá ekki alltaf þau ákjósanlegustu en það er engin leið til að segja fyrir fram hvað gerist,“ segir Eiríkur.
Bretland Morðið á Sir David Amess England Tengdar fréttir Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32 Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14 Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Morðið á breska þingmanninum rannsakað sem hryðjuverk Breski þingmaðurinn Sir David Amess var stunginn margsinnis þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-On-Sea í Essex í gær. Lögreglan segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk. 16. október 2021 07:32
Breskur þingmaður stunginn til bana Sir David Amess þingmaður breska Íhaldsflokksins var stunginn til bana þar sem hann var staddur í kjördæmaskrifstofu sinni í Leigh-on-Sea. 15. október 2021 13:14
Fagna lífi þingkonunnar Jo Cox Ár er liðið frá því breska þingkonan Jo Cox var myrt. Fjölskylda hennar og vinir hvetja fólk til þess að standa að viðburðum alla helgina í þeim tilgangi að fagna lífi móðurinnar og þingkonu breska Verkamannaflokksins Jo Cox. 17. júní 2017 11:12