Teitur var ekki í leikmannahóp Kristianstad sem mætti Alingsås í sænsku deildinni í dag, en á heimasíðu félagsins er greint frá því að hann sé á förum frá liðinu.
Í tilkynningu Kristianstad kemur fram að Selfyssingurinn hafi náð samkomulagi við annað félag, en ekki er tekið fram hvaða félag það er.
Samkvæmt heimildum sænska miðilsins Kristianstadbladet er Teitur á leiðinni í þýsku úrvalsdeildina, nánar tiltekið, til Flensburg.