Herforingjastjórnin ætli að sleppa 5.600 stjórnarandstæðingum lausum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2021 13:47 Samband Suðaustur-Asíuríkja hefur bannað Min Aung Hlaing að mæta á næstu ráðstefnu sambandsins. EPA-EFE/ALEXANDER ZEMLIANICHENKO Herforingjastjórnin í Mjanmar segist ætla að sleppa 5.600 pólitískum föngum lausum. Þetta var tilkynnt aðeins dögum eftir að yfirherforingjanum var meinað að mæta á leiðtogafund Sambands Suðaustur-Asíuríkja fyrir að takast ekki að koma á friði í landinu. Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni. Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Alls hafa 7.300 verið handtekin, eða handtökuskipun gefin út á hendur þeim, fyrir að taka þátt í að mótmæla valdaráni hersins frá því að herinn tók völd í Mjanmar í febrúar. Herinn hefur nú lofað því að hluta þeirra verði sleppt úr haldi og handtökuskipanir felldar niður. Þetta var tilkynnt af ríkissjónvarpinu í morgun en óvíst er hvenær föngunum verður sleppt. Meðal þeirra sem eru í haldi hersins eru læknar, kjörnir stjórnmálamenn, mótmælendur og blaðamenn samkvæmt upplýsingum frá Samtökum pólitískra fanga í Mjanmar (AAPP). Í tilvikum þar sem hinir eftirlýstu hafa ekki fundist af hernum hafa ættingjar þeirra verið handteknir, þar á meðal börn. Minnst 1.178 hafa fallið í áttökum við mjanmarska herinn frá því að hann tók völd, þar á meðal 131 í haldi. Þá hafa fregnir um pyntingar í fangelsum flogið hátt. Frá því í vor hefur Samband Suðaustur-Asíuríkja leitt alþjóðlegar samningaviðræður við núverandi stjórnvöld í Mjanmar. Sambandið samþykkti aðgerðaáætlun með herforingjastjórninni í Apríl um hvernig væri hægt að koma á friði í landinu. Meðal skilyrðanna sem sambandið setti var að Erywan Yusof, varautanríkisráðherra Brúnei, myndi fara fyrir hönd sambandsins til Mjanmar og leiða þar sáttaviðræður. Yusof afskrifaði ferðina í síðustu viku þegar herforingjastjórnin tilkynnti að hann fengi ekki að hitta Aung San Suu Kyi, lýðræðislega kjörinn leiðtoga landsins sem hefur verið í haldi hersins frá því í febrúar. Sambandið ákvað í kjölfarið að yfirherforingi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, Min Aung Hlaing, fengi því ekki að taka þátt á næstu ráðstefnu sambandsins en Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur ráðstefnunni.
Mjanmar Tengdar fréttir Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48 Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43 Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Mjanmarski herinn handtekur lækna þrátt fyrir metfjölda smitaðra Mjanmarski herinn hefur handtekið fjölda lækna sem hafa starfað í framlínunni í baráttunni gegn Covid-19. Læknarnir hafa starfað sjálfstætt með kórónuveirusjúklingur en heilbrigðiskerfið er að þolmörkum komið í landinu þar sem fjöldi smitaðra hækkar með verjum deginum sem líður. 22. júlí 2021 10:48
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir vopnasölubanni á Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar hafa kallað eftir því að allri vopnasölu til Mjanmar verði hætt vegna blóðugs valdaráns sem herinn framdi fyrr á þessu ári. Kallið er talið nokkuð óeðlilegt og fá dæmi eru til um að Sameinuðu þjóðirnar grípi til þessa ráðs. 19. júní 2021 07:43
Suu Kyi dregin fyrir dóm Réttarhöld yfir Aung San Suu Kyi, sem herinn í Búrma steypti af stóli í febrúar, hófust í dag. Mannréttindasamtök telja ákærurnar uppspuna og að herforingjastjórnin vilji ryðja henni úr vegi. 14. júní 2021 11:58