Ráðuneytið útilokar ekki vafaatriði og ágreining í uppkosningum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. október 2021 06:43 Þess ber að geta að í lögum um kosningar til Alþingis er á fimm stöðum fjallað um uppkosningar en hvergi um endurtalningu líkt og þá sem átti sér stað í Norðvesturkjördæmi. Það er álit dómsmálaráðuneytisins að í uppkosningum sé einungis endurtekin atkvæðagreiðsla í því kjördæmi þar sem álitamál eru uppi. Þá séu sömu framboð í kjöri og notast skuli við sömu kjörskrá og í fyrri atkvæðagreiðslu. Ekki sé um nýtt ferli að ræða heldur framhald á því ferli sem áður var hafið með reglubundnum kosningum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til Alþingis, sem óskaði eftir upplýsingum um þær reglur sem giltu um uppkosningar. Í minnisblaðinu er fjallað um uppkosningar í lögum um kosningar til Alþingis, bæði eins og lögin standa í dag og í sögulegu samhengi. Þar segir að í lögunum sé ekki að finna heildstæða umfjöllun um framkvæmd uppkosninga né skilgreiningu á hugtakinu en þeirra sé þó getið í fimm greinum, meðal annars 115. grein, sem hljóðar svo: „Nú verður uppkosning nauðsynleg fyrir það að kosning er úrskurðuð ógild skv. 46. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 120. og 121. gr. þessara laga, og skal þá ráðuneytið með auglýsingu kveðja til nýrra kosninga í kjördæmi og ákveða kjördag svo fljótt sem því verður við komið og eigi síðar en innan mánaðar. Að öðru leyti fer kosning fram samkvæmt fyrirmælum þessara laga.“ Í minnisblaðinu ítrekar dómsmálaráðuneytið að uppkosningar hafi ekki áður farið fram í heilu kjördæmi. Auk þess dreifist ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis á fleiri aðila, þar með taldar yfirkjörstjórnir, sem ráðuneytið hafi ekki boðvald yfir né eftirlit með. „Því verður á engan hátt útilokað að við skipulagningu og framkvæmd uppkosninga kæmu í ljós enn fleiri vafaatriði en þau sem hér hefur verið fjallað um og að um þau rísi ágreiningur,“ segir í minnisblaðinu. Það ber að nefna í þessu samhengi að í lögum um kosningar til Alþingis er ekkert að finna um endurtalningu líkt og þá sem fór fram í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Ekki sé um nýtt ferli að ræða heldur framhald á því ferli sem áður var hafið með reglubundnum kosningum. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðuneytisins til Alþingis, sem óskaði eftir upplýsingum um þær reglur sem giltu um uppkosningar. Í minnisblaðinu er fjallað um uppkosningar í lögum um kosningar til Alþingis, bæði eins og lögin standa í dag og í sögulegu samhengi. Þar segir að í lögunum sé ekki að finna heildstæða umfjöllun um framkvæmd uppkosninga né skilgreiningu á hugtakinu en þeirra sé þó getið í fimm greinum, meðal annars 115. grein, sem hljóðar svo: „Nú verður uppkosning nauðsynleg fyrir það að kosning er úrskurðuð ógild skv. 46. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 120. og 121. gr. þessara laga, og skal þá ráðuneytið með auglýsingu kveðja til nýrra kosninga í kjördæmi og ákveða kjördag svo fljótt sem því verður við komið og eigi síðar en innan mánaðar. Að öðru leyti fer kosning fram samkvæmt fyrirmælum þessara laga.“ Í minnisblaðinu ítrekar dómsmálaráðuneytið að uppkosningar hafi ekki áður farið fram í heilu kjördæmi. Auk þess dreifist ábyrgð á framkvæmd kosninga til Alþingis á fleiri aðila, þar með taldar yfirkjörstjórnir, sem ráðuneytið hafi ekki boðvald yfir né eftirlit með. „Því verður á engan hátt útilokað að við skipulagningu og framkvæmd uppkosninga kæmu í ljós enn fleiri vafaatriði en þau sem hér hefur verið fjallað um og að um þau rísi ágreiningur,“ segir í minnisblaðinu. Það ber að nefna í þessu samhengi að í lögum um kosningar til Alþingis er ekkert að finna um endurtalningu líkt og þá sem fór fram í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Norðvesturkjördæmi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent