„Covid er ekki búið” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2021 12:00 Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu. Vísir/Vilhelm Kórónuveirufaraldrinum er ekki lokið þrátt fyrir að verið sé að ráðast í umfangsmiklar afléttingar, að sögn sóttvarnalæknis. Hann tekur fram að ekki sé hægt að líta á faraldurinn eins og hefðbundna flensu og segir metfjölda smitaðra í gær áhyggjuefni. „Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
„Þetta virðist vera millivegurinn. Það er ekki aflétt öllu og það er bara ákvörðun ríkisstjórnarinnar og ég vona að það muni allt saman ganga vel,” segir Þórólfur Guðnason um þá ákvörðun að draga úr sóttvarnaaðgerðum innanlands. Hins vegar geti afléttingar haft afleiðingar í för með sér. „Auðvitað held ég að afleiðingarnar geti orðið mismunandi ef við afléttum öllu. Þá held ég að við getum fengið það hraðar í bakið – en þetta skýrir sig nokkuð sjálft held ég.” Gríman gagnleg í ákveðnum aðstæðum Þórólfur gerði ekki tillögur um grímuskyldu til ríkisstjórnarinnar, en grímuskylda verður að fullu afnumin á miðnætti. „Ég held að grímur geti verið gagnlegar í ákveðnum aðstæðum en manni sýnist að fólk sé mikið til hætt að nota grímurnar, jafnvel í aðstæðum sem væru ákjósanlegar.” Met var slegið í gær þegar áttatíu manns greindust með Covid19, en ekki hafa fleiri greinst með veiruna á einum degi síðan í ágúst. Þórólfur segir það alltaf áhyggjuefni. „Ég er ansi smeykur yfir því að við séum mögulega að sjá einhverja fjölgun og kúrfuna fara upp á við núna. Það er stóra spurningin. Mun það skila sér í alvarlegum veikindum inn á spítalann, en ég vona svo sannarlega ekki, en það er náttúrulega það sem ég hef haft áhyggjur af,” segir Þórólfur.Tálsýn að faraldrinum sé lokiðAðspurður segir hann að ekki sé komið að þeim tímapunkti sem hægt sé að líta á kórónuveiruna eins og hefðbundna flensu.„Ég held að við séum ekki komin á þann stað. Ég bendi bara á það sem er að gerast í Bretlandi og mörgum stöðum, þar sem Covid19 undanfarið hefur ekki verið eins og venjuleg flensa. Ég hef bent á það að afleiðingarnar af Covid19 í þessari bylgju undanfarið eru svona tíu sinnum meiri en af venjulegri árlegri inflúensu,” segir Þórólfur.„Þannig að Covid er ekki búið, að mínu mati. Það er mörgum sem finnst að þetta sé bara búið en ég held að það sé tálsýn, því miður.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43 Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39 Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Sjá meira
„Langt síðan við hættum að horfa sérstaklega á smittölur“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir hefur ekki áhyggjur af því að verið sé að ráðast í afléttingar á samkomutakmörkunum innanlands á sama tíma og smituðum virðist vera að fjölga í samfélaginu. Áttatíu manns greindust með veiruna í gær, sem er mesti fjöldi í tæpa tvo mánuði. 19. október 2021 11:43
Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19. október 2021 11:39
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52