Brim leiðandi í nýrri fjármögnun sjávarútvegs Svanur Guðmundsson skrifar 20. október 2021 07:01 Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Svanur Guðmundsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Brim hefur í samstarfi við Íslandsbanka lokið við útgáfu skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Hér er um talsverð tíðindi að ræða og augljóst að græn skuldabréfaútgáfa Brims er fjöður í hatt íslensks sjávarútvegs og stjórnenda Brims. Hér er um að ræða fyrstu útgáfu af þessu tagi sem alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefur ráðist í að því er ég best veit. Það er óvíst að sjávarútvegsfyrirtæki í öðru landi en Íslandi, með sinn sjálfbæra sjávarútveg, geti ráðist í slíkt verkefni. En þetta er ekki aðeins ánægjulegt fyrir þá sem bent hafa á einstaka stöðu íslensks sjávarútvegs þegar kemur að umhverfismálum heldur er þetta einnig sérlega ánægjuleg tíðindi fyrir hluthafa Brims og reyndar íslenskan fjármálamarkað. Fyrirtækið hefur nú sótt sér fjármagn á alþjóðlegum samkeppnismarkaði og greiðir fyrir það aðeins 1,8 prósent fasta vexti í evru út líftíma skuldabréfsins. Það eru góð kjör en einnig skiptir miklu að félagið hefur nú aukið lánamöguleika sína sem mun skila betri og tryggari fjármögnun í framtíðinni. Fjármagna sjálfbærniverkefni Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið en blá og græn skuldabréf snúa að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma. Heildarstærð skuldabréfaflokksins er samtals 5.000 milljónir króna að nafnverði, en nú hafa verið gefin út skuldabréf að nafnverði 2.500 milljónir króna. Auðveldar Íslendingum að standa við loftslagsskuldbindingar Loftlagsmálin eru ein af helstu áskorunum samtímans og við þurfum öll að bregðast við til að standa við skuldbindingar okkar. Íslenskur sjávarútvegur hefur lyft grettistaki þegar kemur að umhverfismálum en það kom skýrt fram í erindum á Sjávarútvegsdeginum í morgun (19 október). Íslandi er ætlað að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050 og ljóst er að tækniþekkingu fleygir fram sem er nauðsynleg forsenda fyrir orkuskiptunum. Með getu sjávarútvegsins til að ráðast í fjárfestingar og að geta sótt sér fjármagn til þeirra skiptir eru skapaðar forsendur til að ná þessum markmiðum. Íslenskur sjávarútvegur hefur nú þegar sýnt að hann getur gert ótrúlega hluti enda tæknistig hátt og þekking mikil. Lykillinn að árangri eru stórauknar fjárfestingar í nýsköpun og þróun verkefna á sviði umhverfis- og loftlagsmála og lykilinn að því er að geta ráðist í slíkar fjárfestingar sótt sér fjármagn eins og græn og blá skuldabréfaútgáfa Brims sýnir. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar