Meðlimir í yfirkjörstjórn neita að greiða sekt og kvitta ekki undir svör við kærum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2021 12:01 Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis, Guðrún Sighvatsdóttir og Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir til vinstri, Ingi Tryggvason fyrir miðju, Katrín Pálsdóttir og Bragi Rúnar Axelsson til hægri. Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur boðið allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis að ljúka máli sem varðar talningu atkvæða í kjördæminu með sekt. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætla nefndarmenn ekki að greiða sektina og ágreiningur er um talninguna innan kjörstjórnarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar. Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu varðar sektargerðin brot á ákvæði kosningalaga um frágang kjörgagna. Greint hefur verið frá því að yfirkjörstjórnin hafi skilið eftir óinnsigluð atkvæði að talningu lokinni. Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi, kærði talninguna til lögreglu. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Samkvæmt heimildum fréttastofu fékk Ingi hæstu sektargerðina er hljóðar upp á 250 þúsund krónur en hinir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar fengu sektargerð upp á 150 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meðlimir yfirkjörstjórnar ósáttir við niðurstöðu málsins og hyggjast að minnsta kosti tveir ekki greiða sektina - og eiga ekki von á að aðrir geri það heldur. Meðlimir vísa meðal annars til þess að brotin þurfi að vera framin af ásetningi til að teljast refsiverð og telja sig í raun ekki hafa brotið af sér. Greiði fólk ekki sektina verða næstu skref hjá lögreglu að taka ákvörðun um mögulega ákæru og gæti málið í kjölfarið ratað fyrir dómstóla. Ekki var gengið frá kjörgögnum með réttum hætti á milli talninga í Norðvesturkjördæmi og atkvæðin voru skilin eftir óinnsigluð.vísir/Vilhelm Ágreiningur um talningu Að minnsta kosti tólf kærur hafa borist vegna þingkosninganna en undirbúningskjörbréfanefnd liggur nú yfir næstu skrefum í málinu og fundaði meðal annars í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu er ágreiningur innan yfirkjörstjórnarinnar um talninguna og til marks um það undirrita tveir meðlimir ekki ný svör yfirkjörstjórnar við kærum til kjörbréfanefndar. Í samtali við fréttastofu segist einn meðlimur yfirkjörstjórnar telja að fyrri talning eigi að gilda og vísar meðal annars til þess að vant talningafólk hafi séð um hana. Kjarninn greindi frá því í morgun að á öryggismyndavélum við tvo innganga í salinn þar sem óinnsigluðu kjörgögnin voru geymd að fólk sjáist ganga inn og út úr salnum á þeim tíma sem yfirkjörstjórn var heima á milli talningar og endurtalningar.
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Lögreglumál Norðvesturkjördæmi Alþingi Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira