Hvorki slakað á smitrakningu né sýnatöku Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 20. október 2021 13:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir smitrakningu sérstaklega mikilvæga nú þegar verið er að aflétta samkomutakmörkunum. Vísir/Egill Sóttvarnalæknir sér hvorki fyrir sér að slakað verði á smitrakningu eða sýnatökum á næstunni þó verulega sé verið að létta á sóttvarnaaðgerðum. Verið er að skoða leiðir til að einfalda sóttkví. Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Heldur færri greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en í fyrradag eða 66. Ríflega helmingur þeirra sem greindist með veiruna var í sóttkví. Mörg börn, sem ekki eru bólusett þar sem þau eru yngir en tólf ára, hafa undanfarið greinst með veiruna. „Það er svona kannski 30-35% af þeim sem eru að greinast hafa verið börn undir tólf ára og það er töluvert miklu meira heldur en hefur verið í fyrri bylgjum þessa faraldurs“, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Á miðnætti var takmörkunum vegna veirunnar aflétt verulega innanlands. Nú mega tvö þúsund manns koma saman í stað fimm hundruð áður og grímuskyldu hefur verið aflétt. Þórólfur segir mikilvægt að fólk fari í sýnatöku nú þegar verið er að aflétta aðgerðum. „Ég held að við getum ekki farið að draga úr sýnatökum og hvetjum alla sem eru með einkenni til að fara í sýnatöku. Því að það eiginlega eina ráðið sem við höfum til þess að fylgjast með útbreiðslunni og sjá hvað er að gerast. Ég held að við verðum að gera það áfram. Við erum ekki komin á þann stað að við getum farið að hætta að taka sýni nema kannski bara hjá allra veikasta fólkinu.“ Þórólfur segir nokkuð um umgangspestir í samfélaginu núna. „Það er mjög mikið af öndunarfæraveirum að ganga núna og það getur verið erfitt að greina á milli hvað er hvað núna eins og staðan er. Sérstaklega hjá börnum.“ Hann segir jafnframt að áfram verði lögð mikil áhersla á smitrakningu og sóttkví. „Ég held að það sé svona þungamiðjan í því sem við erum að gera og höfum gert frá byrjun. Ég held að við verðum að halda því áfram ef að viljum á annað borð hafa einhvern heimil á útbreiðslu veirunnar.“ Verið er að endurskoða leiðbeiningar um sóttkví með það í huga að einfalda þær. „Gert það minna íþyngjandi en verið hefur. Það verður birt núna á næstunni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19. október 2021 10:52