Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2021 19:20 Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður nægt framboð á nýjum íbúðum á næstu þremur árum. Vísir/Vilhelm Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. Góðu fréttirnar í þjóðhagsspánni eru að hagvöxtur verði 5,1 prósent á þessu ári og 5,5 prósent á því næsta sem eru mikil umskipti frá 6,5 prósenta samdrætti í fyrra. Atvinnuleysi minnki hratt, ferðaþjónustan að taka við sér og stór loðnuvertíð framundan. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að verðbólgan nái ekki 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans fyrr en haustið 2023. Þá verði meginvextir hans komnir í 4,25 prósent en þeir eru 1,5 prósent í dag. Það þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum og nýjum húsnæðislánum fari stighækkandi næstu tvö árin. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir sveiflur mun meiri á íslenskum byggingarmarkaði en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Engu að síður hefur hagdeild Landsbankans ekki áhyggjur af húsnæðismarkaðnum, að sögn Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá bankanum. „Við teljum líkur á að húsnæðismarkaðurinn færist smám saman í átt að jafnvægi. Auðvitað hafa hækkanir verið mjög miklar upp á síðkastið en við spáum því að það hægi aðeins á,“ segir Una. Það taki tíma fyrir aðgerðir Seðlabankans með vaxtahækkunum og þaki á greiðslubyrði og veðhlutföllum að virka. Mun meiri sveiflur eru í byggingu íbúða á Íslandi milli ára en á hinum Norðurlöndunum.grafík/Ragnar Visage Í þjóðhagsspánni kemur fram að húsnæðismarkaðurinn hér einkennist af meiri sveifum en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir meiri sveiflur í fjölda nýrra íbúða hér á landi en á hinum Norðurlöndunum eru að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á Íslandi á hverju ári en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.grafík/Ragnar Visage Hér séu þó að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á hverja hundrað þúsund íbúa en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 2023 verði íbúðafjárfestingin komin í 185 milljarða eða nánast sömu upphæð á föstu verðlagi og ári fyrir hrun árið 2007. Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður fjárfesting í íbúðahúsnæði komin í 185 milljarða árið 2024 eða svipaða fjárhæð og skömmu fyrir hrun árið 2007 á föstu verðlagi 2020.grafík/Ragnar Visage Una segir að samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu væru horfur góðar um fjölda fullbúinna íbúða á markaði. „Þau gera ráð fyrir að þær verði tvö þúsund á næsta ári og tvö þúsund og þrjú hundruð árið á eftir. Ef okkur fjölgar að jafnaði á sama hraða og áður og um það bil jafn margir búi í íbúð og verið hefur þurfa um það bil 1.800 fullbúnar íbúðir að skila sér árlega á næstu árum,“ segir Una. Samkvæmt þjóðhagsspánni muni íbúðaverð hækka um 14 prósent milli ára á þessu ári en hækkunin verði minni á næsta ári og árum. Hér sést hvernig íbúðaverð hækkaði um 35 prósent skömmu fyrir hrun árið 2007. Landsbankinn spáir því að íbúðaverð hækki um 14 prósent á þessu ári.grafík/Ragnar Visage „Íbúðaverð mun hækka áfram en kannski um sirka níu prósent á næsta ári. Svo dettur það niður í fjögur og fimm prósent hækkanir milli ára,“ segir Una Jónsdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Góðu fréttirnar í þjóðhagsspánni eru að hagvöxtur verði 5,1 prósent á þessu ári og 5,5 prósent á því næsta sem eru mikil umskipti frá 6,5 prósenta samdrætti í fyrra. Atvinnuleysi minnki hratt, ferðaþjónustan að taka við sér og stór loðnuvertíð framundan. Slæmu fréttirnar eru hins vegar þær að verðbólgan nái ekki 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans fyrr en haustið 2023. Þá verði meginvextir hans komnir í 4,25 prósent en þeir eru 1,5 prósent í dag. Það þýðir að vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum með breytilegum vöxtum og nýjum húsnæðislánum fari stighækkandi næstu tvö árin. Una Jónsdóttir hagfræðingur Landsbankans segir sveiflur mun meiri á íslenskum byggingarmarkaði en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Engu að síður hefur hagdeild Landsbankans ekki áhyggjur af húsnæðismarkaðnum, að sögn Unu Jónsdóttur hagfræðings hjá bankanum. „Við teljum líkur á að húsnæðismarkaðurinn færist smám saman í átt að jafnvægi. Auðvitað hafa hækkanir verið mjög miklar upp á síðkastið en við spáum því að það hægi aðeins á,“ segir Una. Það taki tíma fyrir aðgerðir Seðlabankans með vaxtahækkunum og þaki á greiðslubyrði og veðhlutföllum að virka. Mun meiri sveiflur eru í byggingu íbúða á Íslandi milli ára en á hinum Norðurlöndunum.grafík/Ragnar Visage Í þjóðhagsspánni kemur fram að húsnæðismarkaðurinn hér einkennist af meiri sveifum en á hinum Norðurlöndunum. Þrátt fyrir meiri sveiflur í fjölda nýrra íbúða hér á landi en á hinum Norðurlöndunum eru að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á Íslandi á hverju ári en í Svíþjóð, Danmörku og Noregi.grafík/Ragnar Visage Hér séu þó að jafnaði byggðar fleiri íbúðir á hverja hundrað þúsund íbúa en í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Árið 2023 verði íbúðafjárfestingin komin í 185 milljarða eða nánast sömu upphæð á föstu verðlagi og ári fyrir hrun árið 2007. Samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans verður fjárfesting í íbúðahúsnæði komin í 185 milljarða árið 2024 eða svipaða fjárhæð og skömmu fyrir hrun árið 2007 á föstu verðlagi 2020.grafík/Ragnar Visage Una segir að samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins á íbúðum í byggingu væru horfur góðar um fjölda fullbúinna íbúða á markaði. „Þau gera ráð fyrir að þær verði tvö þúsund á næsta ári og tvö þúsund og þrjú hundruð árið á eftir. Ef okkur fjölgar að jafnaði á sama hraða og áður og um það bil jafn margir búi í íbúð og verið hefur þurfa um það bil 1.800 fullbúnar íbúðir að skila sér árlega á næstu árum,“ segir Una. Samkvæmt þjóðhagsspánni muni íbúðaverð hækka um 14 prósent milli ára á þessu ári en hækkunin verði minni á næsta ári og árum. Hér sést hvernig íbúðaverð hækkaði um 35 prósent skömmu fyrir hrun árið 2007. Landsbankinn spáir því að íbúðaverð hækki um 14 prósent á þessu ári.grafík/Ragnar Visage „Íbúðaverð mun hækka áfram en kannski um sirka níu prósent á næsta ári. Svo dettur það niður í fjögur og fimm prósent hækkanir milli ára,“ segir Una Jónsdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðnuveiðar Tengdar fréttir Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31 Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29 Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Hik bankanna og vaxtalækkanir hafi skapað spennu á húsnæðismarkaði Borgarstjóri segir hik bankanna við að lána til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis frá árinu 2019 og vaxtalækkanir húsnæðislána á síðasta ári aðalástæðuna fyrir skorti á íbúðarhúsnæði í dag. Nú þegar séu lóðir fyrir þrjú þúsund íbúðir til reiðu í Reykjavík. 7. október 2021 20:31
Sótt að meirihlutanum í Reykjavík vegna íbúðaskorts „Það verður erfitt fyrir meirihlutann að sækja sér umboð í næstu kosningum ef þessi tillaga nú verður felld,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um tillögu Sjálfstæðismanna í Reykjavík sem vilja flýtimeðferð á byggingu 3.000 íbúða í borginni. 18. október 2021 06:29
Dagur segir Eyþór skjóta pólitískum púðurskotum Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja reisa 3.000 íbúðir án tafar innan borgarmarkanna. Borgarstjóri segir það útspil pólitískt púðurskot. Þjóðarátakið sem verkalýðshreyfingin hafi kallað eftir í uppbyggingu húsnæðis sé nú þegar leitt af borgaryfirvöldum. 18. október 2021 14:32