Þing ekki kallað saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið störfum Heimir Már Pétursson skrifar 22. október 2021 19:00 Vísir/Vilhelm Viðræður formanna stjórnarflokkanna um nýjan stórnarsáttmála ganga vel að þeirra sögn og flest bendir til að þeir muni ná saman um nýja stjórn. Forsætisráðherra segir Alþingi ekki koma saman fyrr en undirbúningskjörbréfanefnd hafi lokið störfum. Stjórnarflokkarnir hafa ríflegan meirihluta á bakvið sig eða 38 þingmenn. Alþingi verður að koma saman innan tíu vikna frá kosningum. En á morgun verða liðnar fjórar vikur frá því kjósendur gengu að kjörborðinu og síðan á enn eftir að leysa úr málum varðandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna héldu viðræðum sínum um nýjan stjórnarsáttmála áfram í Ráðherrabústaðnum í morgun. Þau hafa öll lýst því að verkefnið sé tvískipt. Annars vegar að slétta úr ágreiningsefnum frá fyrra kjörtímabili, þar sem orkumálin og hálendisþjóðgarður er ofanrlega á blaði og hins vegar að ná saman um verkefni á nýju kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir.Vísir/VIlhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þau hafa færst nær nýjum stjórnarsáttmála í viðræðunum. „Við erum í raun og veru búin að fara yfir sviðið allt vítt og breitt. Ég myndi telja að þetta hefði þokast ágætlega satt að segja," sagði Katrín að loknum fundi formannanna í hádeginu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarmyndanir oft hafa tekið marga mánuði. „Í þetta skiptið sitjum við saman sömu formenn og störfuðu saman á síðasta kjörtímabili. Við höfum reynt að nýta tímann vel og ég myndi segja að það miði ágætlega,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að eðlilega hafi formennirnir þurft að byrja á því að fara almennt yfir stöðuna að loknum kosningum í ljósi breyttra valdahlutfalla og hvort þau væru sammála um nýjar áskoranir á kjörtímabilinu sem væri að hefjast. „En fljótlega þegar við hófum þetta samtal sáum við alveg til lands. Þess vegna höfum við auðvitað haldið áfram. Sú sýn hefur styrkst. Við erum kannski ekki komin á endastöðina en þetta gengur ágætlega,“ segir Sigurður Ingi. Flokkarnir þurfa að ná málamiðlunum um nokkur stór málefni og ágreiningsefni frá fyrra samstarfi. Katrín segir sum þessarra mála komin í ágætis farveg en önnur eigi eftir að ræða frekar. „Þetta hangir auðvitað líka saman við störf undirbúningskjörbréfanefndar sem auðvitað er ekki alveg víst hvenær lýkur störfum. En þegar það liggur fyrir fer auðvitað að skýrast í raun og veru hvenær verður hægt að kalla þing saman,“ segir Katrín. Þá eigi eftir að útbúa fjárlagafrumvarp sem í sjálfu sér ætti ekki að vera flókið ef flokkarnir haldi samstarfi sínu áfram. Þannig að eftir kannski tíu daga hálfan mánuð sé farið að sjá verulega til lands? „Já ég held að það gæti farið svo,“ segir Katrín en ítrekar að undirbúningskjörbréfanefndin hafi svigrúm til að ljúka sínum störfum. „Allt sem ég fæ séð af störfum nefndarinnar bendir til að hún sé að vanda sig mjög vel í því verkefni sem hún hefur fengið. Sem er mjög flókið. Augljóslega þarf niðurstaða hennar að liggja fyrir áður en unnt er að kalla þing saman,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ræddu gang stjórnarmyndunarviðræðna Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf. 20. október 2021 11:34 VG í snúinni stöðu vegna heilbrigðismála Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkisstjórn haldi áfram störfum sínum á næsta kjörtímabili. Formenn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnarmyndunarviðræðurnar haldi áfram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórnmálafræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnarsáttmálann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar. 20. október 2021 09:00 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Stjórnarflokkarnir hafa ríflegan meirihluta á bakvið sig eða 38 þingmenn. Alþingi verður að koma saman innan tíu vikna frá kosningum. En á morgun verða liðnar fjórar vikur frá því kjósendur gengu að kjörborðinu og síðan á enn eftir að leysa úr málum varðandi meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Formenn stjórnarflokkanna héldu viðræðum sínum um nýjan stjórnarsáttmála áfram í Ráðherrabústaðnum í morgun. Þau hafa öll lýst því að verkefnið sé tvískipt. Annars vegar að slétta úr ágreiningsefnum frá fyrra kjörtímabili, þar sem orkumálin og hálendisþjóðgarður er ofanrlega á blaði og hins vegar að ná saman um verkefni á nýju kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir.Vísir/VIlhelm Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir þau hafa færst nær nýjum stjórnarsáttmála í viðræðunum. „Við erum í raun og veru búin að fara yfir sviðið allt vítt og breitt. Ég myndi telja að þetta hefði þokast ágætlega satt að segja," sagði Katrín að loknum fundi formannanna í hádeginu. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir stjórnarmyndanir oft hafa tekið marga mánuði. „Í þetta skiptið sitjum við saman sömu formenn og störfuðu saman á síðasta kjörtímabili. Við höfum reynt að nýta tímann vel og ég myndi segja að það miði ágætlega,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir að eðlilega hafi formennirnir þurft að byrja á því að fara almennt yfir stöðuna að loknum kosningum í ljósi breyttra valdahlutfalla og hvort þau væru sammála um nýjar áskoranir á kjörtímabilinu sem væri að hefjast. „En fljótlega þegar við hófum þetta samtal sáum við alveg til lands. Þess vegna höfum við auðvitað haldið áfram. Sú sýn hefur styrkst. Við erum kannski ekki komin á endastöðina en þetta gengur ágætlega,“ segir Sigurður Ingi. Flokkarnir þurfa að ná málamiðlunum um nokkur stór málefni og ágreiningsefni frá fyrra samstarfi. Katrín segir sum þessarra mála komin í ágætis farveg en önnur eigi eftir að ræða frekar. „Þetta hangir auðvitað líka saman við störf undirbúningskjörbréfanefndar sem auðvitað er ekki alveg víst hvenær lýkur störfum. En þegar það liggur fyrir fer auðvitað að skýrast í raun og veru hvenær verður hægt að kalla þing saman,“ segir Katrín. Þá eigi eftir að útbúa fjárlagafrumvarp sem í sjálfu sér ætti ekki að vera flókið ef flokkarnir haldi samstarfi sínu áfram. Þannig að eftir kannski tíu daga hálfan mánuð sé farið að sjá verulega til lands? „Já ég held að það gæti farið svo,“ segir Katrín en ítrekar að undirbúningskjörbréfanefndin hafi svigrúm til að ljúka sínum störfum. „Allt sem ég fæ séð af störfum nefndarinnar bendir til að hún sé að vanda sig mjög vel í því verkefni sem hún hefur fengið. Sem er mjög flókið. Augljóslega þarf niðurstaða hennar að liggja fyrir áður en unnt er að kalla þing saman,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Ræddu gang stjórnarmyndunarviðræðna Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf. 20. október 2021 11:34 VG í snúinni stöðu vegna heilbrigðismála Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkisstjórn haldi áfram störfum sínum á næsta kjörtímabili. Formenn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnarmyndunarviðræðurnar haldi áfram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórnmálafræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnarsáttmálann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar. 20. október 2021 09:00 Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Ræddu gang stjórnarmyndunarviðræðna Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, áttu fund á Bessastöðum í morgun þar sem rætt var um gang viðræðna stjórnarflokkanna þriggja um áframhaldandi samstarf. 20. október 2021 11:34
VG í snúinni stöðu vegna heilbrigðismála Ekkert hefur bent til annars en að sitjandi ríkisstjórn haldi áfram störfum sínum á næsta kjörtímabili. Formenn flokkanna þriggja hafa fundað reglulega frá kosningum og má búast við að stjórnarmyndunarviðræðurnar haldi áfram næstu vikurnar en eins og prófessor í stjórnmálafræði bendir á liggur þeim alls ekkert á að semja stjórnarsáttmálann og geta tekið sér allan þann tíma sem þeim hentar. 20. október 2021 09:00
Stjórnarmyndunarviðræður ganga hættulega hægt Formenn stjórnarflokkanna telja, einhverra hluta vegna, að stjórnarmyndunarviðræður þeirra gangi vel. Samt eru viðræðurnar nú þegar búnar að taka þrjár vikur - og virðast enn eiga nokkuð í land. 18. október 2021 12:00