Ein stærsta ráðstefna Íslandssögunnar verður að veruleika eftir átta ára baráttu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. október 2021 13:20 Bjarni Pálsson, formaður undirbúningsnefndar Íslands og Hildigunnur H. Thorsteinsson, varaformaður. aðsend Heimsþing Alþjóðajarðhitasambandsins hefst í Hörpu í fyrramálið og stendur í þrjá daga. Þetta er í fyrsta skipti sem þingið er haldið á Íslandi en að sögn formanns skipulagsnefndar þess þurfti Ísland að berjast við lönd á borð við Bandaríkin og Þýskaland um að fá að halda það. Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni. Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
Heimsþingið er haldið á fimm ára fresti í mismunandi löndum og er gjarnan kallað „Ólympíuleikar jarðhitans". Um tvö þúsund gestir eru skráðir á þingið og mun rúmur helmingur þeirra vera viðstaddur í Hörpu en aðrir í gegn um fjarfundabúnað, vegna heimsfaraldursins. „Þetta er búið að vera í ferli frá árinu 2013, þegar við sóttum um að fá að halda það og þurftum að berjast um það við nokkur lönd," segir Bjarni Pálsson, formaður skipulagsnefndar heimsþingsins. Hann nefnir þar til dæmis Bandaríkin, Þýskaland, Holland, Filippseyjar og Chile. Afar umfangsmikið verkefni „Við skiptum ráðstefnunni í tvennt. Annars vegar héldum við 6 gríðarlega vel heppnaða vefviðburði í samstarfi við tæknimenn Hörpu og frá hugbúnaðarfyrirtækinu Advania þar sem um 1500 erindi voru kynnt. Nú er hins vegar komið að hápunktinum þar sem 200 stærstu erindin verða flutt á staðráðstefnunni í Hörpu,“ segir Bjarni. Frá útsendingarherbergi fyrir vefhluta ráðstefnunnar. Skipleggjendur WGC með tæknifólki frá Hörpunni og Advanía.aðsend Þátttakendur frá 101 landi verða á ráðstefnunni auk þess sem 50 stofnanir og fyrirtæki kynna starfsemi sína. Að sögn Bjarna er þetta því ein umfangsmesti ráðstefnuviðburður sem haldinn hefur verið á landinnu; þar verða vörusýning, fyrirlestrar, viðburðir, skoðunarfeðrir og námskeið. Ísland færir sambandinu gjöf Bjarni segir helsta tilgang ráðstefnunnar að ræða stærstu áskorunina við jarðnýtingar sem sé á sama tíma stærsta tækifæri hennar; að styðja við loftslagsaðgerðir um heim allan. „Víða er tækifæri til að skipta út þessum gömlu orkugjöfum fyrir endurnýjanlega orkugjafa. Og Jarðhitanýtingin spilar þar lykilhlutverk." Á morgun munu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra koma fram á opnunarviðburðinum. Einnig dr. Megan Woods, orkumálaráherra Nýja Sjálands. Þá munu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðni A. Jóhannesson, fyrrverandi orkumálastjóri, færa Alþjóðajarðhitasambandinu tæki til að meta sjálfbærni jarðhitaverkefna. „Þá geta ríki um heim allan nýtt það til að meta góð jarðhitaverkefni og þetta er staðall sem mun hjálpa þeim að ákveða hvert er til dæmis best að beina styrkjum sínum,“ segir Bjarni.
Jarðhiti Orkumál Reykjavík Utanríkismál Harpa Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira