Flestir létust úr æxli eða blóðrásarsjúkdómum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 10:34 Æxli og blóðrásarsjúkdómar drógu flesta til dauða á síðasta áratug. Blóðrásarsjúkdómar eða æxli voru algengustu dánarorsakir Íslendinga á síðasta áratug. Dánartíðni af þessum orsökum hefur þó dregist töluvert saman frá aldamótum. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar sem hefur birt talnaefni um dánarmein þeirra sem áttu lögheimili á Íslandi við andlát á árunum 2011 til 2020. Yfir tíu ára tímabil frá 2011 til 2020 dóu flestir á Íslandi úr blóðrásarsjúkdómum eða 6.946 landsmenn sem svarar til tæplega þriðjungs allra látinna, 32 prósent. Þar á eftir létust 6.170 úr æxlum eða 28,4 prósent látinna. Alls létust 2.286 úr sjúkdómum í taugakerfi, 10,5 prósent, og 1.840 úr sjúkdómum í öndunarfærum, eða 8,5 prósent. Fæstir dóu vegna ytri orsaka eða 1.433 sem svarar til 6,6 prósent af heildarfjölda látinna yfir tímabilið 2011–2020. Ytri orsakir eru til dæmis slys eða sjálfsvíg. Algengustu dánarmein eftir kyni tímabilu 2011-2020.Hagstofan Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að þegar rýnt sé í dánarmein hjá yngri aldurshópum kemur í ljós að dánarmein skiptast þar með öðrum hætti en þegar horft er til dánarmeina allra. Fram að 34 ára deyja til að mynda flestir úr ytri orsökum eða 55,2 prósent. Töluverður munur er á kynjunum á þessum aldri en 61 prósent karla deyja af ytri orsökum á móti 42 prósent kvenna. Sjúkdómar í taugakerfi jukust mest en dánartíðni vegna æxla og blóðrásarsjúkdóma fer lækkandi Heildarfjöldi dauðsfalla og hlutfall einstakra dánarorsaka er breytilegt eftir aldurssamsetningu mannfjöldans. Hagstofa Íslands notast við aldursstaðlaða dánartíðni, aldursstaðlað á hverja 100.000 íbúa af staðalþýði, til þess að auðvelda samanburð á dánartíðni, bæði yfir tíma og á milli landa. Á vef Hagstofunnar má sjá hvernig aldursstöðluð dánartíðni algengustu orsaka hefur þróast yfir tíma. Sjúkdómar í taugakerfi og skynfærum jukust mest á tímabilinu, fóru úr 46 tilfellum af hverjum 100.000 íbúum árið 2001 í rúm 87 árið 2020 sem er aukning um 89 prósent. Dánartíðni vegna algengustu dánarorsaka 1996 til 2020.Hagstofan Aldursstöðluð dánartíðni vegna sjúkdóma í blóðrásarkerfi dróst hins vegar saman um 41 prósent, fór úr 422 í 248 af hverjum 100.000 íbúum, á tímabilinu 2001–2020. Sömu sögu er að segja af æxlum og öndunarfærasjúkdómum en þar var samdrátturinn 22 prósent og 21 prósent yfir sama tímabil. Covid-19 komið inn í tölurnar Á vef Hagstofunnar kemur einnig fram að teknir hafi verið í notkun tveir nýir dánarmeinakóðar á árinu 2020 en þeir tengjast báðir Covid-19, en faraldurinn hófst sem kunnugt er á síðasta ári. Samkvæmt tölum Hagstofunnar dóu 29 einstaklingar úr Covid-19 og einn einstaklingur vegna eftirstöðva COVID-19 á síðasta ári.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira