Hvarf í fjögur ár en birtist óvænt í dag Snorri Másson skrifar 25. október 2021 21:30 Narfi er á níunda ári en hefur verið á flakki síðustu fjögur. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, og kötturinn er kominn til eiganda síns í miðbæinn eftir allan þennan tíma. Vísir Kötturinn Narfi er fundinn. Það væri ekki í frásögur færandi nema fyrir það að fjögur ár eru síðan hann lét sig hverfa út um glugga í Hlíðunum. Eigandinn er í skýjunum, þótt kötturinn hafi óneitanlega elst um nokkur ár. Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn. Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Narfi hafði verið týndur í fjögur ár en í dag gerðist hið ótrúlega að eigandi hans hafði upp á honum eftir alla leitina. Hann var reyndar farinn að heita Keli í Kattholti en allt var það byggt á misskilningi. Keli, Narfi eða hvað það nú er, eins og danskur málsháttur kveður réttilega á um ber elskað barn ævinlega mörg nöfn. Þótt raunverulegt nafn kattarins sé sannarlega Narfi er ekki óeðlilegt að einhver hafi á einhverjum tímapunkti gefið honum nafnið Keli á týnda tímabilinu. „Það hefur örugglega bara verið af því að hann er svo svakalega kelinn. Hann er alger elska þessi köttur,“ segir Tómas Hafsteinsson sjómaður, eigandi Narfa. Narfi er upphaflega frá Selfossi og var gefinn til Tómasar þar sem hann bjó í Neskaupstað fyrir tæpum níu árum. Kettlingurinn óx úr grasi fyrir austan en þar kom að Tómas fluttist til Reykjavíkur vegna vinnu og Narfi með. „Hann gat ekki farið með okkur á þáverandi heimili og þá fer hann í pössun hér í Hlíðunum og lét sig hverfa út um gluggann tveimur dögum síðar. Svo erum við búin að leita að honum í hverfinu og svo hef ég verið á sjó þannig að maður getur ekki alltaf verið. Hann er víst búinn að eiga einhver fjögur heimili í millitíðinni kallinn,“ segir Tómas. Narfi er víðförull miðað við kött.Stöð 2 Tómas gaf aldrei upp vonina á að finna Narfa aftur og leit alltaf inn á vef Kattholts þegar hann átti stund milli stríða. Í morgun rak hann upp stór augu þegar kötturinn birtist allt í einu svo ekki varð um villst. Hann rauk uppeftir og í fangi hans varð Keli aftur að gamla góða Narfa. „Ég er bara í skýjunum. Litli kallinn er kominn heim,“ segir Tómas. Hvernig er að sjá köttinn sinn aftur eftir allan þennan tíma? „Maður náttúrulega kannaðist við hann strax, en hann er náttúrulega orðinn svolítið gamall, það er bara eina. Orðinn átta eða níu ára gamall,“ segir Tómas. Aðeins stærri kannski? „Það er kannski kominn smá poki á hann,“ segir eigandinn.
Dýr Reykjavík Kettir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira