Víðir óttast bakslag: „Vonandi hef ég rangt fyrir mér“ Vésteinn Örn Pétursson og Snorri Másson skrifa 25. október 2021 18:53 Víðir Reynisson sést hér á einum af fjölmörgum upplýsingafundum Landlæknis og almannavarna vegna faraldursins. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hyggst leggja til að einangrun barna og þeirra sem fengið hafa bólusetningu við kórónuveirunni verði stytt. Þó liggur ekki fyrir um hversu langan tíma einangrun verður stytt. Yfirlögregluþjónn óttast að bakslag í baráttunni við veiruna sé hafið. Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Sem stendur gilda sömu einangrunarreglur fyrir alla. Einangrun einstaklings sem greinst hefur með Covid-19 má aflétta þegar fjórtán dagar eru liðnir frá greiningu og sjúklingur hefur verið einkennalaus í sjö daga. Í sérstökum tilvikum má læknir þó aflétta einangrun fyrir hraustan einstakling sem hefur verið með engin eða væg einkenni frá upphafi einangrunar, ef 10 dagar eru liðnir frá jákvæðu prófi og viðkomandi hefur verið einkennalaus í a.m.k. 3 daga,“ eins og segir á vef Landlæknis og almannavarna. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum sagði í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að verið væri að vinna að lokatillögum um styttingu einangrunar hjá bólusettum einstaklingum. „Svo er líka stórt mál í þessu að við erum búin að vera að skoða sóttkvína og möguleikann á að stytta hana úr sjö dögum og jafnvel niður í fimm daga í ákveðnum tilfellum,“ sagði Víðir. Aðspurður sagði hann að mögulegt væri að einangrun yrði stytt úr tíu dögum niður í sjö. Nú væri það sérfræðinganna að fara yfir það. Landspítalinn býr sig undir bylgjuna Síðastliðna þrjá daga hafa samtals 214 manns greinst með kórónuveiruna hér á landi. Víðir telur augljóst að blikur séu á lofti í þróun faraldursins. „Ef við skoðum bara 14 daga nýgengi, sem margir horfa til, þá erum við komin í 220 per 100 þúsund, sem er ansi hátt og erum enn á uppleið. Það eru ákveðnar blikur á loftir þarna og það hefur í sjálfu sér í tölfræðinni ekkert breyst um það að um tvö prósent þeirra sem sýkjast sem þurfa á spítalainnlögn að halda. Þannig að Landspítalinn er að undirbúa sig undir það að fá einhvern hluta af þessari bylgju til sín,“ sagði Víðir. Hann telur mikilvægt að fólk hafi persónubundnar sóttvarnir hugfastar og fari í sýnatöku ef minnstu einkenna verður vart. Hann bendir á að í löndum þar sem ástandið sé betra en hér sé grímuskylda víða, sem ekki er við lýði hér. Hann hvetur fólk til að fara áfram varlega. Óttastu bakslag? „Já, ég er hræddur um það að við séum að horfa á byrjun á slíku. Vonandi hef ég rangt fyrir mér.“ Stjórnvöld hvetja áfram til bólusetningar Stjórnvöld hafa gefið það út að yfir 34 þúsund einstaklingar yfir 12 ára aldri hafi ekki þegið bólusetningu við kórónuveirunni. „Til að verja samfélagið gegn útbreiddu smiti og auknu álagi á heilbrigðiskerfið er mikilvægt að þeir sem ekki hafa þegar verið bólusettir þiggi slíkt boð. Þá skiptir einnig miklu máli að fólk þiggi örvunarbólusetningu sem stendur hún til boða samkvæmt ráðleggingum sóttvarnalæknis,“ segir í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið gaf út í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17