Icardi-sápuóperan heldur áfram: Sundur, saman, aftur sundur og nú aftur saman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 11:01 Ekki vantar dramatíkina í líf Icardi-hjónanna. getty/Jean Catuffe Sápuóperan með Icardi-hjónunum í aðalhlutverki heldur áfram. Síðustu daga hafa þau hætt saman og tekið saman á víxl og allt fyrir opnum tjöldum. Miðað við nýjustu fréttir eru þau enn hjón. Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014. Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Í síðustu viku sakaði Wanda Nara eiginmann sinn, Mauro Icardi, um framhjáhald og hélt til Ítalíu. Icardi elti hana þangað og þau tóku aftur saman. Nara kvaðst vera búin að fyrirgefa Icardi og sagðist ætla að verja hann fyrir áhugasömum konum. Nýjar vendingar urðu í málinu um helgina þegar Icardi fór aftur til Parísar og hætti að fylgja Nöru á Instagram. „Ég er ekki svo slæmur sóló,“ skrifaði Icardi við mynd af sér sem hann birti á Instagram.En ekki var allt búið enn og nú hafa Icardi-hjónin tekið enn eina U-beygjuna og eru byrjuð saman á ný, allavega þangað til annað kemur í ljós. Þau greina skilmerkilega frá öllum vendingum í máli sínu á Instagram og í gær skrifaði Nara færslu þar sem fram kom að þau væru áfram saman. Að sögn Nöru var hún mjög sár út í Icardi og bað hann um skilnað á hverjum einasta degi. Og þau fóru til lögfræðings og skrifuðu undir skilnaðarpappíra. En bréf frá Icardi breytti öllu.„Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekkert án þess að vera með honum. Ég er viss um að þessir erfiðu tímar munu styrkja samband okkar og fjölskyldu. Það mikilvæga var að við höfðum bæði tækifæri til að enda átta ára samband okkar en þegar sálir okkar voru úrvinda eftir grátinn völdum við hvort annað á ný. Ég elska þig Mauro Icardi,“ skrifaði Nara. View this post on Instagram A post shared by Wanda nara (@wanda_icardi) Icardi hefur verið í fríi frá Paris Saint-Germain á meðan stormurinn í einkalífinu hefur geysað. Auk þess að vera eiginkona Icardis er Nara umboðsmaður hans. Þau eiga tvær dætur saman.Nara var áður gift öðrum argentínskum framherja, Maxi López, og áttu þau þrjá drengi saman. López og Icardi léku saman hjá Sampdoria og á þeim tíma tókust náin kynni með þeim síðarnefnda og Nöru. Hún skildi við López og giftist Icardi 2014.
Franski boltinn Ástin og lífið Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira