Klemmdist á Keflavíkurflugvelli og fær sextán milljónir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2021 11:34 Slysið átti sér stað á Keflavíkurflugvelli árið 2016. Vísir/Vilhelm Tryggingarfélagið Sjóvá þarf að greiða karlmanni sem starfaði hjá IGS á Keflavíkurflugvelli 16,3 milljónir, eftir vinnuslys sem varð í hvassviðri á flugvellinum. Maðurinn klemmdist á fæti við að ferma flugvél. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en áður hafði úrskurðarnefnd í vátryggingamálum úrskurðað að tryggingafélagið væri ekki skaðabótaskylt vegna slyssins. Slysið varð er umræddur starfsmaður var við störf á Keflavíkurflugvelli í félagi við annan mann að ferma flugvél með aðföngum úr flugeldhúsi IGS. Var notast við þjónustutrukk sem útbúinn er eins konar skæralyftu. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Atvikaðist það svo að maðurinn klemmdist á fæti á milli burðargrindar þjónustutrukksins og burðargrindar undir kassa trukksins þegar kassinn settist ekki rétt á milli slíðra á undirvagni trukksins, töluvert hvassviðri var á flugvellinum þegar slysið átti sér stað, eða um 20 metrar á sekúndu. Alls krafðist maðurinn þess að fá tæpar 22 milljónir vegna slyssins, stærstan hluta vegna varanlegrar örorku sem matsmenn mátu 30 prósent eftir slysið. Lykilframburður fyrrverandi öryggisstjóra Tryggingafélagið vildi meina að um óhappatilvik hafi verið, verklagsreglur hafi verið fyrir hendi og að ekkert hafi skort á verkstjórn eða leiðbeiningar. Þá hafi starfsmenn fengið nauðsynlega kennslu um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en umræddur starfsmaður hafi einmitt setið slíkt námskeið. Starfsmaðurinn vildi hins vegar meina að vinnuslysið mætti rekja til saknæms vanbúnaðar á vinnustað, þar sem honum hafi verið gert að vinna við vanbúið tæki sem hafi ekki þolað þann vind sem var á staðnum. Maðurinn var við störf hjá IGS þegar slysið átti sér stað.Vísir/Vilhelm Ökutækið hafi verið vanbúið þar sem lyfta hafi skekkst í miklum vindi þannig að kassinn á trukknum hafi ekki sest rétt í slíðrin en síðan hrokkið ofan í þau þegar starfsmaðurinn var á leiðinni niður úr kassanum. Látinn bera ábyrgð á einum fjórða hluta tjónsins Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í framburð þáverandi forstöðumanns öryggis-, gæða- og þjálfunarmála hjá IGS sem sagði fyrir dómi hafa verið kunnugt um tvö eða þrjú önnur tilvik þar sem kassi trukksins hafi ekki skorðast strax rétt í slíðrunum vegna vindings sem kom á hann vegna hvassviðris sem hafi skekkt hann með þessum afleiðingum. Tekið er fram í niðurstöðu héraðsdóms að þrátt fyrir að ótvírætt sé að IGS leggji sig í líma við að tryggja öryggi starsfsmanna, hafi það verið yfirsjón að grípa ekki til viðhlítandi aðgerða sem hafi getað komið í veg fyrir umrætt slys. Álykta verði að álykta að draga hefði mátt úr líkum á að slys á borð við þetta myndi gerast ef brugðist hefði verið við. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum bætur. Starfsmaðurinn var þó látinn bera ábyrgð á einum fjórða af því tjóni sem varð vegna slyssins, og er það vegna þess að hann steig ekki á öryggisgrindina fyrir ofan þrepin á niðurleið eins og eðlilegast hefði verið, heldur mun nær miðju trukksins og setti fót sinn þannig inn í bilið á milli burðargrindar undirvagnsins og burðarbita kassans þar sem kassinn hafði ekki skorðast rétt í slíðrum. Að stíga með þessum hætti á öryggisgrindina var óþarft að mati dómsins og skapaði í raun þá hættu sem leiddi til slyssins augnabliki síðar er kassinn skall niður á fót starfsmannsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 16,3 milljónir króna, að frádregnum tæpum þremur milljónum sem félagið hafði þegar greitt honunm. Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en áður hafði úrskurðarnefnd í vátryggingamálum úrskurðað að tryggingafélagið væri ekki skaðabótaskylt vegna slyssins. Slysið varð er umræddur starfsmaður var við störf á Keflavíkurflugvelli í félagi við annan mann að ferma flugvél með aðföngum úr flugeldhúsi IGS. Var notast við þjónustutrukk sem útbúinn er eins konar skæralyftu. Frá Keflavíkurflugvelli.Vísir/Vilhelm Atvikaðist það svo að maðurinn klemmdist á fæti á milli burðargrindar þjónustutrukksins og burðargrindar undir kassa trukksins þegar kassinn settist ekki rétt á milli slíðra á undirvagni trukksins, töluvert hvassviðri var á flugvellinum þegar slysið átti sér stað, eða um 20 metrar á sekúndu. Alls krafðist maðurinn þess að fá tæpar 22 milljónir vegna slyssins, stærstan hluta vegna varanlegrar örorku sem matsmenn mátu 30 prósent eftir slysið. Lykilframburður fyrrverandi öryggisstjóra Tryggingafélagið vildi meina að um óhappatilvik hafi verið, verklagsreglur hafi verið fyrir hendi og að ekkert hafi skort á verkstjórn eða leiðbeiningar. Þá hafi starfsmenn fengið nauðsynlega kennslu um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, en umræddur starfsmaður hafi einmitt setið slíkt námskeið. Starfsmaðurinn vildi hins vegar meina að vinnuslysið mætti rekja til saknæms vanbúnaðar á vinnustað, þar sem honum hafi verið gert að vinna við vanbúið tæki sem hafi ekki þolað þann vind sem var á staðnum. Maðurinn var við störf hjá IGS þegar slysið átti sér stað.Vísir/Vilhelm Ökutækið hafi verið vanbúið þar sem lyfta hafi skekkst í miklum vindi þannig að kassinn á trukknum hafi ekki sest rétt í slíðrin en síðan hrokkið ofan í þau þegar starfsmaðurinn var á leiðinni niður úr kassanum. Látinn bera ábyrgð á einum fjórða hluta tjónsins Í niðurstöðu héraðsdóms er vísað í framburð þáverandi forstöðumanns öryggis-, gæða- og þjálfunarmála hjá IGS sem sagði fyrir dómi hafa verið kunnugt um tvö eða þrjú önnur tilvik þar sem kassi trukksins hafi ekki skorðast strax rétt í slíðrunum vegna vindings sem kom á hann vegna hvassviðris sem hafi skekkt hann með þessum afleiðingum. Tekið er fram í niðurstöðu héraðsdóms að þrátt fyrir að ótvírætt sé að IGS leggji sig í líma við að tryggja öryggi starsfsmanna, hafi það verið yfirsjón að grípa ekki til viðhlítandi aðgerða sem hafi getað komið í veg fyrir umrætt slys. Álykta verði að álykta að draga hefði mátt úr líkum á að slys á borð við þetta myndi gerast ef brugðist hefði verið við. Var tryggingafélagið því dæmt til að greiða manninum bætur. Starfsmaðurinn var þó látinn bera ábyrgð á einum fjórða af því tjóni sem varð vegna slyssins, og er það vegna þess að hann steig ekki á öryggisgrindina fyrir ofan þrepin á niðurleið eins og eðlilegast hefði verið, heldur mun nær miðju trukksins og setti fót sinn þannig inn í bilið á milli burðargrindar undirvagnsins og burðarbita kassans þar sem kassinn hafði ekki skorðast rétt í slíðrum. Að stíga með þessum hætti á öryggisgrindina var óþarft að mati dómsins og skapaði í raun þá hættu sem leiddi til slyssins augnabliki síðar er kassinn skall niður á fót starfsmannsins. Sjóvá þarf að greiða manninum 16,3 milljónir króna, að frádregnum tæpum þremur milljónum sem félagið hafði þegar greitt honunm.
Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnuslys Tryggingar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira