Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 09:12 Flugvél Norwegian í flugtaki í Noregi. Getty Images/Matthew Horwood Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57