96 smit innanlands og þrír á gjörgæslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. október 2021 10:13 96 greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítala. Vísir/Einar 96 greindust smitaðir af Covid-19 innanlands í gær. Þrír eru á gjörgæslu með alvarlega öndunarörðugleika vegna veikinnar. Fjörutíu og einn var í sóttkví við greiningu, eða tæp 43 prósent, en 55 utan sóttkvíar við greiningu, eða 57 prósent. Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt RÚV sem ræddi við Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Að hans sögn er fjölgun smita nánast í veldisvexti. „Það er blindur maður sem sér það ekki að þetta er að vaxa. Þetta er nánast að komast í veldisvöxt,“ er haft eftir Má í frétt RÚV. Mikið af ungu fólki að leggjast inn Að hans sögn eru þeir sem leggjast nú inn á Landspítala vegna Covid yngri en áður. Tveir þeirra sem séu á gjörgæslu séu ekki orðnir fimmtugir, annar fæddur 1975 og hinn 1984. „Það er óvenjulega mikið af ungu fólki, fólk sem er fætt um 1970 eða um eða eftir 1980 sem eru inniliggjandi hjá okkur núna,“ segir Már. Fimm þeirra sem liggja inni á Landspítala með sjúkdóminn smituðust á spítalanum. „Þeir eru minna veikir af völdum Covid enþeir eru að jafna sig eftir opna hjartaaðgerð,“ segir Már. Að hans sögn eru þá fimm talsvert veikir sem liggi inni á legudeild. 900 séu nú á göngudeild Covid í eftirliti og daglega hafi einhver lagst inn á spítalann vegna veikinnar. Einn hafi lagst inn í gær en enginn þeirra sem séu á gjörgæslu komi af hjartadeildinni. Meira en helmingur utan sóttkvíar við greiningu Fimm greindust smitaðir á landamærunum í gær, fjórir með virkt smit og beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá einum. Förutíu og einn var í sóttkví við greiningu en fimmtíu og fimm utan sóttkvíar. Þá greindust 88 í einkennasýnatöku og átta í sóttkvíar- og handahófsskimun. 1750 eru nú í sóttkví og 840 í einangrun, samkvæmt covid.is. Hvorki er búið að uppfæra á vefnum hve margir eru á sjúkrahúsi né hve margir voru bólusettir við greiningu. Fréttin var uppfærð með uppfærðum tölum á covid.is klukkan 13:00
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira