Braggahverfin snúa aftur Gunnar Smári Egilsson skrifar 29. október 2021 07:30 Eitt af einkenni alvarlegrar húsnæðiskreppu er að fólk hrekst í húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu eða er ekki hæft til búsetu. Víða um heim er borgir umkringdar hreysisbyggðum úr fjölum, bárujárni eða pappakössum. Þar býr fólk sem er að flytja úr sveit í borg, en kemst ekki lengra; er einangrað og aflokað í hverfum sem hafa ekki skolplagnir, sorphirðu, rennandi vatn, rafmagn né nokkra innviði, ekki löggæslu, heilbrigðisþjónustu, skóla eða félagslegt björgunarnet. Í þessum hverfum glatast líf einstaklinga og aflið úr samfélaginu; mannauðinum er kastað á glæ af stjórnvöldum sem kæra sig ekki um að virkja lífskraft fyrstu kynslóða fólks sem flyst úr sveit í borg. Þetta er afl sem í sögunni hefur byggt upp stórkostleg samfélög. Í Brasilíu eru þessi hverfi kölluð favela og þau má finna við flestar borgir landsins. Sum þeirra hafa þróast og hafa nú innviði og þjónustu, sem oftast er rekin af íbúunum sjálfum. Þið hafið verið leidd inn í þessi hverfi í mörgum bíómyndum og tónlistarmyndböndum því þar ólgar víða litrík menning og orka, sem býr í fátæku fólki sem vill bjarga sér og skapa sér og sínum samfélag. Talið er að um 6% íbúa Brasilíu búi í favela, eða um 13 milljónir manna. Þetta fólk er að mestu lokað af frá þjóðfélaginu; þau sem flytja í favela flytja sjaldnast burt og börn þeirra fæðast, lifa og deyja innan þessara hverfa. Á Indlandi eru slömin miklu stærri og fjölmennari. Talið er að meira en 40% íbúa Mumbai búi í slömmum og þannig er ástandið í flestum borgum landsins. Borgir Afríku, Suður-Ameríku og Asíu eru umkringdar slíkum hreysisbyggðum sem þróast utan hins formlega samfélags, eru náttúrulegt sögusvið Dickenískra sagna af frumbýlingsárum ótamins kapítalisma þar sem lífsbaráttan er grimm og miskunnarlaus. Kína er undantekning Hér verð ég að skjóta inn að þetta á ekki við um Kína, þar sem fleiri hafa flutt úr sveit í borg á liðnum áratugum en samanlagt alls staðar annars staðar í heiminum. Það er því ekki hægt að fjalla um ástandið í heiminum án þess að fjalla um Kína. Árið 1980 bjuggu 20% Kínverja í borgum en hlutfallið er 60% í dag. Þetta merkir að fyrir fjórum áratugum bjuggu 200 milljónir Kínverja í borgum en í dag eru þeir orðnir 850 milljónir. Til útskýringar má segja að íbúum borga í Kína hafi fjölgað að meðaltali um 44.500 á dag undanfarin fjörutíu ár. Til að mæta þessari fjölgun hafa Kínverjar því þurft á að halda um 15 þúsund nýjum íbúðum á dag til að hýsa nýkomna. Fyrir utan náttúrulega endurnýjun innan borganna. Og kínversk stjórnvöld reikna með að þessi þróun haldi áfram, að um 2025 muni um 70% Kínverja búa í borgum. Meðaltalið hér að ofan nær yfir langan tíma þar sem fólksflutningar uxu jafnt og þétt. Fjölgunin í borgum Kína í dag og áætlun næstu ára er nærri 75 þúsund manns á dag sem kallar á 25-30 þúsund nýjar íbúðir hvern dag, bara til að uppfylla þörf nýaðfluttra. Það er því ekki að undra að byggingariðnaðurinn í Kína sé stór. Markmiðið er að byggja yfir meira en 800 milljónir manns á minna en hálfri öld. Það sem einkennir húsnæðisstefnu kínverskra stjórnvalda er að byggja áður en fólkið flytur til borganna, svo að engar hreysisbyggðir fátækra verði til við þær. Ef álíka hlutfall Kínverja byggju í fátækrahverfum eins og í Brasilíu væru þar um 100 milljónir í kínverskum favelas. Ef álíka hlutfall íbúa Shanghæ byggju í slömmum og í Mumbai væru þar 14 milljón manna samfélög aðgreind frá hinu formlega samfélagi, án skolplagna, sorphirðu, rafmagns, löggæslu, heilbrigðisþjónustu, skóla eða annarra innviða; milljóna samfélög innilokuð í fátækt og bjargarleysi. Heimilisleysi á Vesturlöndum Á Vesturlöndum birtast veikleikar húsnæðiskerfisins í háu húsnæðisverði og húsaleigu sem hrekur fólk út á götu, í tímabundið húsaskjól hjá ættingjum og vinum og til að búa í hjólhýsum eða öðru ófullnægjandi húsnæði. Unga fólkið ræður ekki við að flytja að heiman og fátækasta verkafólkið safnast saman í verbúðum þar sem það hefur húsaskjól en ekkert heimili. Í forystulöndum nýfrjálshyggjunnar, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem gengið hafa langt í að brjóta niður sín félagslegu húsnæðiskerfi, er heimilisleysi vaxandi. Í Bretlandi eru nú um 50 þúsund heimilislaus, sem jafngildir um 275 manns á Íslandi, og um 580 þúsund í Bandaríkjunum, sem jafngildir um 650 manns á Íslandi. Fjöldi heimilislausra á Íslandi er þarna mitt á milli, um 350. Svo til alls staðar á Vesturlöndum hefur húsnæðisverð hækkað mikið undanfarin ár. Á fyrstu tuttugu árum aldarinnar hækkaði húsnæðisverð á Íslandi tvöfalt meira en verðlag, 2/3 umfram byggingarkostnað og 1/3 umfram laun. Þetta er einkenni fjármálavædds kapítalisma sem leiðir til brasks og hækkunar eignaverðs. Velsæld hans birtist í auð til hinna efnuðu en harðari lífsbaráttu hinna efnaminni. Í slíku umhverfi hefur stærri hluti íbúanna ekki efni á að kaupa húsnæði og þarf að leigja. Og á þeim svæðum þar sem leiguhúsnæði er ekki að stóru leyti félagslega rekið, hefur hækkun fasteignaverðs leitt til hækkunar leiguverðs, sem hefur skrúfað niður lífskjör leigjenda, sem eru klemmdir milli lágra tekna og hárrar húsaleigu. Í slíku kerfið á yngra fólk æ erfiðara með að flytja að heiman og íbúðarhúsnæði hinna efnameiri verður sífellt minna og verr búið. Húsnæðismarkaðurinn magnar upp efnahagsleg áföll vegna atvinnumissis, veikinda eða örorku; veldur því að það verður efnahagslega meira átak fyrir hjón að skilja, fyrir fólk að snúa aftur í skóla eða breyta með öðrum hætti til í lífi sínu. Það verður algengara að fólk búi þröngt, flytji oft og hrekist til að búa við óviðunandi aðstæður. Og margt fólk er í raun heimilislaust þótt það sé ekki húsnæðislaust. Fólkið hefur húsaskjól en býr við aðstæður sem ekki er hægt að kalla heimili í venjulegum skilningi. Í þessari merkingu er heimilislaust fólk á Íslandi miklu, miklu fleiri en 350. Talan 350 segir aðeins frá heimilislausu fólki sem er húsnæðislaust, á götunni. Ef markmið stjórnvalda væri ekki aðeins að fólk kæmist inn af götunni heldur að allir ættu að geta haldið heimili, værum við að vinna með slíkan mælikvarða og gætum svarað til um hversu stór vandinn er. En við getum það ekki. Vegna þess að stjórnvöld telja vanda þessa fólks ekki sinn vanda. Braggahverfin Í Bandaríkjunum er talið að um 20 milljónir manns búi í hjólhýsagörðum, trailer parks. Það er um 6% landsmanna, sama hlutfall og búa í favela í Brasilíu. Fram að nýfrjálshyggju var það markmið bandarískra stjórnvalda að lyfta öllum landsmönnum úr fátækt og byggja félagslegt húsnæði fyrir hin heimilislausu. Lyndon B. Johnson lýsti fyrir stríði gegn fátækt í sinni forsetatíð og sú stefna sem hann mótaði hafði gríðarleg áhrif næsta rúman áratuginn. En með valdatöku Ronald Reagan var snúið af þessari braut og nú sætta bandarísk stjórnvöld sig við að allt að fimmtungur landsmanna búi við lífskjör sambærileg þeim sem fólk í svokölluðum þróunarlöndum býr við. Hér heima var líka lýst yfir einskonar stríði gegn fátækt um miðja síðustu öld. Stjórnvöld, að undirlagi verkalýðshreyfingarinnar, réðust í átak til að útrýma braggahverfunum og hreysisbyggðum. Á sjötta áratugnum bjuggu um 2300 manns í um 550 bröggum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess bjuggu um 560 manns í Höfðaborginni, illa búnum bráðabirgðahúsum sem reist voru í húsnæðiskreppu stríðsáranna. Ef við tökum aðeins braggahverfin og Höfðaborgina þá bjuggu tæp 4% íbúa höfuðborgarsvæðisins í þessum hverfum. Ef við bætum við fólkinu sem bjó í kjöllurum, skúrum og öðru illa búnu húsnæði, þá er ekki óvarlegt að ætla að hlutfall fólks í óásættanlegu húsnæði hafi verið um 6%. Í dag er talið að um 5-7 þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Efri mörkin eru 3% íbúa á svæðinu. Nú er í gangi skráning á þessu fólki, einskonar manntal og athugun á brunavörnum og öðrum öryggisþáttum. Stór hluti þess fólks sem bjó í bröggum, Höfðaborginni, kjöllurum og hreysum á eftirstríðsárunum var fólk sem var að flytja úr sveit í borg í leit að betra lífi. Flest af því fólki sem í dag býr í iðnaðarhúsnæði er fólk sem er flytja frá fátækari löndum til Íslands í leit að betra lífi. Íbúðavæðing iðnaðarhverfanna gengir því sama hlutverki og slömmin við Mumbai, favelas í Brasilíu og trailer parks í Bandaríkjunum. Þar býr fólkið sem vanbúið húsnæðiskerfi landanna getur ekki tekið við, fólkið sem aðeins kemst með annan fótinn inn í samfélagið, í sumum tilfellum ekki einu sinni þann fót. Könnun yfirvalda nú er einskorðuð við atvinnuhúsnæði. En við vitum vel að slömmvæðingin er ekki bundin við þau hverfi. Bruninn á Bræðraborgarstíg afhjúpaði að slömmvæðingin er um alla borg. Það er víða búið að hrúga saman fólki á fáa fermetra þar sem það býr við óöryggi og við aðstæður sem gerir því ómögulegt að halda heimili í venjulegum skilningi. Líklega er vandinn ekki minni í íbúðahverfunum en í atvinnuhúsnæðinu. Ætli við myndum ekki enda í 6% ef við myndum telja þetta saman; tölu sem poppar upp aftur og aftur í þessari grein; að það sé hlutfall þess fólks sem sem býr við óviðunandi aðstæður sem aftrar því að halda raunverulegt heimili. Þurfum að horfa aftur eða austur Það er mannlegt að sjá ekki vandann í dag. Það er mannlegt að verða samdauna umhverfi sínu. Það var fjöldi fólks sem sá ekki ástæðu til að útrýma heilsuspillandi og óviðunandi húsnæði um miðja síðustu öld. Og margt af því fólki sem studdi útrýmingu þess, gerði það af því fannst braggahverfin líti á bæjarmyndinni, frekar en að það hafi fundið til með fólkinu sem bjó þar. En þó það sé mannlegt að aðlaga sig að óréttlæti og grimmd samfélagsins, þá er það ekki kallað mennska. Mennska er það að finna til með öðru fólki og vilja leggja sig fram um að bæta lífskjör annara. lyfta hinum fátæku úr fátækt, styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum svo þau liggi ekki hjálparvana eftir. Því miður hafa þjóðir heims fallið á prófi mennskunnar undanfarna áratugi. Hin ríku og valdamiklu hafa reynt að sannfæra okkur um að fátækt og húsnæðisleysi sé ekki félagslegt vandamál sem samfélagið eigi að leysa heldur fyrst og fremst persónulegt vandamál hinna fátæku og bjargarlausu, vandi sem enginn annar en þau sjálf geti leyst. Og í anda þessa boðskapar hafa grunnkerfi samfélagsins, sem byggð voru upp af kröfu verkalýðshreyfingarinnar á síðustu öld, grotnað niður svo þau eru hætt að virka. Markmið þeirra var að lyfta fólki upp og tryggja félagslegan hreyfanleika í samfélaginu, að hin fátæku og börnin þeirra gætu orðið fullgildir þátttakendur; ekki bara til að bæta eigin kjör heldur til að auka afl samfélagsins sem heildar. Mestu verðmæti hvers samfélags er fólkið sjálft. Samfélög eflast þegar fólk hefur sem best aðgengi að samfélaginu og öllum deildum þess. Samfélög eyðileggjast, hrörna og skemmast eftir því sem fleirum er haldið utan fullrar þátttöku. Mikilvægasta kerfið til að tryggja fulla þátttöku alls fólks í samfélaginu er húsnæðiskerfið. Ef það er veikt getur það étið upp ávinning af öllum öðrum aðgerðum. Þú getur hækkað tekjur hinna fátæku en það er til einskis ef sú hækkun dekkar ekki einu sinni hækkun húsaleigunnar. Þú getur boðið fólki upp á sálfræðimeðferð en það er til einskis ef það býr við nagandi afkomukvíða vegna hárrar húsleigu og ótta við að enda á götunni um næstu mánaðamót. Þú getur endurskoðað stjórnsýslu barnamála en það er til einskis ef æ fleiri barnaheimili lokast inn í fátæktargildru húsnæðismarkaðarins. Ákvörðun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að brjóta niður hið veika félagslega húsnæðiskerfi og markaðs- og braskvæða alla þætti þess er alvarlegasta aðförin að þjóðaröryggi landsmanna sem gerð hefur verið. Ef haldið hefði verið áfram með óbreytta húsnæðisstefnu væru hér nú um 25 þúsund íbúðir í verkamannabústöðum og um 15 þúsund félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaganna. Hér hefði íbúðarverð ekki meira en tvöfaldast í verði miðað við almennt verðlag og álagning verktaka ekki margfaldast. Það er mikilvægt að við viðurkennum að núverandi húsnæðisstefna er hættuleg, mislukkuð og þjóðhagslega óhagkvæm fyrir utan að vera grimm og andstyggileg. Til að lagfæra þetta getum við horft aftur og ákveðið að taka upp þráðinn frá miðri síðustu öld, ákveðið að byggja yfir þurfandi og frelsað fjölda fólks frá fátæktargildru braskvædds húsnæðismarkaðar. Eða við getum litið til austurs, ákveðið að gera eins Kínverski kommúnistaflokkurinn en ekki eins og Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum; byggja fyrir fólk en ekki gera húsnæðismarkaðinn að leikvelli braskara og siðleysingja. Leigjendur þurfa að rísa upp Í lokin vil ég minna á að aðalfundur Samtaka leigjenda verður haldinn á morgun kl. 14 í Bolholti 6. Þá munu leigjendur koma saman og móta baráttu sína næstu misserin. Allir leigjendur eru hvattir til að mæta. Höfundur er leigjandi og vinnur að endurreisn Leigjendasamtakanna með öðrum leigjendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Leigumarkaður Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af einkenni alvarlegrar húsnæðiskreppu er að fólk hrekst í húsnæði sem ekki er ætlað til búsetu eða er ekki hæft til búsetu. Víða um heim er borgir umkringdar hreysisbyggðum úr fjölum, bárujárni eða pappakössum. Þar býr fólk sem er að flytja úr sveit í borg, en kemst ekki lengra; er einangrað og aflokað í hverfum sem hafa ekki skolplagnir, sorphirðu, rennandi vatn, rafmagn né nokkra innviði, ekki löggæslu, heilbrigðisþjónustu, skóla eða félagslegt björgunarnet. Í þessum hverfum glatast líf einstaklinga og aflið úr samfélaginu; mannauðinum er kastað á glæ af stjórnvöldum sem kæra sig ekki um að virkja lífskraft fyrstu kynslóða fólks sem flyst úr sveit í borg. Þetta er afl sem í sögunni hefur byggt upp stórkostleg samfélög. Í Brasilíu eru þessi hverfi kölluð favela og þau má finna við flestar borgir landsins. Sum þeirra hafa þróast og hafa nú innviði og þjónustu, sem oftast er rekin af íbúunum sjálfum. Þið hafið verið leidd inn í þessi hverfi í mörgum bíómyndum og tónlistarmyndböndum því þar ólgar víða litrík menning og orka, sem býr í fátæku fólki sem vill bjarga sér og skapa sér og sínum samfélag. Talið er að um 6% íbúa Brasilíu búi í favela, eða um 13 milljónir manna. Þetta fólk er að mestu lokað af frá þjóðfélaginu; þau sem flytja í favela flytja sjaldnast burt og börn þeirra fæðast, lifa og deyja innan þessara hverfa. Á Indlandi eru slömin miklu stærri og fjölmennari. Talið er að meira en 40% íbúa Mumbai búi í slömmum og þannig er ástandið í flestum borgum landsins. Borgir Afríku, Suður-Ameríku og Asíu eru umkringdar slíkum hreysisbyggðum sem þróast utan hins formlega samfélags, eru náttúrulegt sögusvið Dickenískra sagna af frumbýlingsárum ótamins kapítalisma þar sem lífsbaráttan er grimm og miskunnarlaus. Kína er undantekning Hér verð ég að skjóta inn að þetta á ekki við um Kína, þar sem fleiri hafa flutt úr sveit í borg á liðnum áratugum en samanlagt alls staðar annars staðar í heiminum. Það er því ekki hægt að fjalla um ástandið í heiminum án þess að fjalla um Kína. Árið 1980 bjuggu 20% Kínverja í borgum en hlutfallið er 60% í dag. Þetta merkir að fyrir fjórum áratugum bjuggu 200 milljónir Kínverja í borgum en í dag eru þeir orðnir 850 milljónir. Til útskýringar má segja að íbúum borga í Kína hafi fjölgað að meðaltali um 44.500 á dag undanfarin fjörutíu ár. Til að mæta þessari fjölgun hafa Kínverjar því þurft á að halda um 15 þúsund nýjum íbúðum á dag til að hýsa nýkomna. Fyrir utan náttúrulega endurnýjun innan borganna. Og kínversk stjórnvöld reikna með að þessi þróun haldi áfram, að um 2025 muni um 70% Kínverja búa í borgum. Meðaltalið hér að ofan nær yfir langan tíma þar sem fólksflutningar uxu jafnt og þétt. Fjölgunin í borgum Kína í dag og áætlun næstu ára er nærri 75 þúsund manns á dag sem kallar á 25-30 þúsund nýjar íbúðir hvern dag, bara til að uppfylla þörf nýaðfluttra. Það er því ekki að undra að byggingariðnaðurinn í Kína sé stór. Markmiðið er að byggja yfir meira en 800 milljónir manns á minna en hálfri öld. Það sem einkennir húsnæðisstefnu kínverskra stjórnvalda er að byggja áður en fólkið flytur til borganna, svo að engar hreysisbyggðir fátækra verði til við þær. Ef álíka hlutfall Kínverja byggju í fátækrahverfum eins og í Brasilíu væru þar um 100 milljónir í kínverskum favelas. Ef álíka hlutfall íbúa Shanghæ byggju í slömmum og í Mumbai væru þar 14 milljón manna samfélög aðgreind frá hinu formlega samfélagi, án skolplagna, sorphirðu, rafmagns, löggæslu, heilbrigðisþjónustu, skóla eða annarra innviða; milljóna samfélög innilokuð í fátækt og bjargarleysi. Heimilisleysi á Vesturlöndum Á Vesturlöndum birtast veikleikar húsnæðiskerfisins í háu húsnæðisverði og húsaleigu sem hrekur fólk út á götu, í tímabundið húsaskjól hjá ættingjum og vinum og til að búa í hjólhýsum eða öðru ófullnægjandi húsnæði. Unga fólkið ræður ekki við að flytja að heiman og fátækasta verkafólkið safnast saman í verbúðum þar sem það hefur húsaskjól en ekkert heimili. Í forystulöndum nýfrjálshyggjunnar, Bretlandi og Bandaríkjunum, sem gengið hafa langt í að brjóta niður sín félagslegu húsnæðiskerfi, er heimilisleysi vaxandi. Í Bretlandi eru nú um 50 þúsund heimilislaus, sem jafngildir um 275 manns á Íslandi, og um 580 þúsund í Bandaríkjunum, sem jafngildir um 650 manns á Íslandi. Fjöldi heimilislausra á Íslandi er þarna mitt á milli, um 350. Svo til alls staðar á Vesturlöndum hefur húsnæðisverð hækkað mikið undanfarin ár. Á fyrstu tuttugu árum aldarinnar hækkaði húsnæðisverð á Íslandi tvöfalt meira en verðlag, 2/3 umfram byggingarkostnað og 1/3 umfram laun. Þetta er einkenni fjármálavædds kapítalisma sem leiðir til brasks og hækkunar eignaverðs. Velsæld hans birtist í auð til hinna efnuðu en harðari lífsbaráttu hinna efnaminni. Í slíku umhverfi hefur stærri hluti íbúanna ekki efni á að kaupa húsnæði og þarf að leigja. Og á þeim svæðum þar sem leiguhúsnæði er ekki að stóru leyti félagslega rekið, hefur hækkun fasteignaverðs leitt til hækkunar leiguverðs, sem hefur skrúfað niður lífskjör leigjenda, sem eru klemmdir milli lágra tekna og hárrar húsaleigu. Í slíku kerfið á yngra fólk æ erfiðara með að flytja að heiman og íbúðarhúsnæði hinna efnameiri verður sífellt minna og verr búið. Húsnæðismarkaðurinn magnar upp efnahagsleg áföll vegna atvinnumissis, veikinda eða örorku; veldur því að það verður efnahagslega meira átak fyrir hjón að skilja, fyrir fólk að snúa aftur í skóla eða breyta með öðrum hætti til í lífi sínu. Það verður algengara að fólk búi þröngt, flytji oft og hrekist til að búa við óviðunandi aðstæður. Og margt fólk er í raun heimilislaust þótt það sé ekki húsnæðislaust. Fólkið hefur húsaskjól en býr við aðstæður sem ekki er hægt að kalla heimili í venjulegum skilningi. Í þessari merkingu er heimilislaust fólk á Íslandi miklu, miklu fleiri en 350. Talan 350 segir aðeins frá heimilislausu fólki sem er húsnæðislaust, á götunni. Ef markmið stjórnvalda væri ekki aðeins að fólk kæmist inn af götunni heldur að allir ættu að geta haldið heimili, værum við að vinna með slíkan mælikvarða og gætum svarað til um hversu stór vandinn er. En við getum það ekki. Vegna þess að stjórnvöld telja vanda þessa fólks ekki sinn vanda. Braggahverfin Í Bandaríkjunum er talið að um 20 milljónir manns búi í hjólhýsagörðum, trailer parks. Það er um 6% landsmanna, sama hlutfall og búa í favela í Brasilíu. Fram að nýfrjálshyggju var það markmið bandarískra stjórnvalda að lyfta öllum landsmönnum úr fátækt og byggja félagslegt húsnæði fyrir hin heimilislausu. Lyndon B. Johnson lýsti fyrir stríði gegn fátækt í sinni forsetatíð og sú stefna sem hann mótaði hafði gríðarleg áhrif næsta rúman áratuginn. En með valdatöku Ronald Reagan var snúið af þessari braut og nú sætta bandarísk stjórnvöld sig við að allt að fimmtungur landsmanna búi við lífskjör sambærileg þeim sem fólk í svokölluðum þróunarlöndum býr við. Hér heima var líka lýst yfir einskonar stríði gegn fátækt um miðja síðustu öld. Stjórnvöld, að undirlagi verkalýðshreyfingarinnar, réðust í átak til að útrýma braggahverfunum og hreysisbyggðum. Á sjötta áratugnum bjuggu um 2300 manns í um 550 bröggum á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess bjuggu um 560 manns í Höfðaborginni, illa búnum bráðabirgðahúsum sem reist voru í húsnæðiskreppu stríðsáranna. Ef við tökum aðeins braggahverfin og Höfðaborgina þá bjuggu tæp 4% íbúa höfuðborgarsvæðisins í þessum hverfum. Ef við bætum við fólkinu sem bjó í kjöllurum, skúrum og öðru illa búnu húsnæði, þá er ekki óvarlegt að ætla að hlutfall fólks í óásættanlegu húsnæði hafi verið um 6%. Í dag er talið að um 5-7 þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Efri mörkin eru 3% íbúa á svæðinu. Nú er í gangi skráning á þessu fólki, einskonar manntal og athugun á brunavörnum og öðrum öryggisþáttum. Stór hluti þess fólks sem bjó í bröggum, Höfðaborginni, kjöllurum og hreysum á eftirstríðsárunum var fólk sem var að flytja úr sveit í borg í leit að betra lífi. Flest af því fólki sem í dag býr í iðnaðarhúsnæði er fólk sem er flytja frá fátækari löndum til Íslands í leit að betra lífi. Íbúðavæðing iðnaðarhverfanna gengir því sama hlutverki og slömmin við Mumbai, favelas í Brasilíu og trailer parks í Bandaríkjunum. Þar býr fólkið sem vanbúið húsnæðiskerfi landanna getur ekki tekið við, fólkið sem aðeins kemst með annan fótinn inn í samfélagið, í sumum tilfellum ekki einu sinni þann fót. Könnun yfirvalda nú er einskorðuð við atvinnuhúsnæði. En við vitum vel að slömmvæðingin er ekki bundin við þau hverfi. Bruninn á Bræðraborgarstíg afhjúpaði að slömmvæðingin er um alla borg. Það er víða búið að hrúga saman fólki á fáa fermetra þar sem það býr við óöryggi og við aðstæður sem gerir því ómögulegt að halda heimili í venjulegum skilningi. Líklega er vandinn ekki minni í íbúðahverfunum en í atvinnuhúsnæðinu. Ætli við myndum ekki enda í 6% ef við myndum telja þetta saman; tölu sem poppar upp aftur og aftur í þessari grein; að það sé hlutfall þess fólks sem sem býr við óviðunandi aðstæður sem aftrar því að halda raunverulegt heimili. Þurfum að horfa aftur eða austur Það er mannlegt að sjá ekki vandann í dag. Það er mannlegt að verða samdauna umhverfi sínu. Það var fjöldi fólks sem sá ekki ástæðu til að útrýma heilsuspillandi og óviðunandi húsnæði um miðja síðustu öld. Og margt af því fólki sem studdi útrýmingu þess, gerði það af því fannst braggahverfin líti á bæjarmyndinni, frekar en að það hafi fundið til með fólkinu sem bjó þar. En þó það sé mannlegt að aðlaga sig að óréttlæti og grimmd samfélagsins, þá er það ekki kallað mennska. Mennska er það að finna til með öðru fólki og vilja leggja sig fram um að bæta lífskjör annara. lyfta hinum fátæku úr fátækt, styðja þau sem orðið hafa fyrir áföllum svo þau liggi ekki hjálparvana eftir. Því miður hafa þjóðir heims fallið á prófi mennskunnar undanfarna áratugi. Hin ríku og valdamiklu hafa reynt að sannfæra okkur um að fátækt og húsnæðisleysi sé ekki félagslegt vandamál sem samfélagið eigi að leysa heldur fyrst og fremst persónulegt vandamál hinna fátæku og bjargarlausu, vandi sem enginn annar en þau sjálf geti leyst. Og í anda þessa boðskapar hafa grunnkerfi samfélagsins, sem byggð voru upp af kröfu verkalýðshreyfingarinnar á síðustu öld, grotnað niður svo þau eru hætt að virka. Markmið þeirra var að lyfta fólki upp og tryggja félagslegan hreyfanleika í samfélaginu, að hin fátæku og börnin þeirra gætu orðið fullgildir þátttakendur; ekki bara til að bæta eigin kjör heldur til að auka afl samfélagsins sem heildar. Mestu verðmæti hvers samfélags er fólkið sjálft. Samfélög eflast þegar fólk hefur sem best aðgengi að samfélaginu og öllum deildum þess. Samfélög eyðileggjast, hrörna og skemmast eftir því sem fleirum er haldið utan fullrar þátttöku. Mikilvægasta kerfið til að tryggja fulla þátttöku alls fólks í samfélaginu er húsnæðiskerfið. Ef það er veikt getur það étið upp ávinning af öllum öðrum aðgerðum. Þú getur hækkað tekjur hinna fátæku en það er til einskis ef sú hækkun dekkar ekki einu sinni hækkun húsaleigunnar. Þú getur boðið fólki upp á sálfræðimeðferð en það er til einskis ef það býr við nagandi afkomukvíða vegna hárrar húsleigu og ótta við að enda á götunni um næstu mánaðamót. Þú getur endurskoðað stjórnsýslu barnamála en það er til einskis ef æ fleiri barnaheimili lokast inn í fátæktargildru húsnæðismarkaðarins. Ákvörðun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar að brjóta niður hið veika félagslega húsnæðiskerfi og markaðs- og braskvæða alla þætti þess er alvarlegasta aðförin að þjóðaröryggi landsmanna sem gerð hefur verið. Ef haldið hefði verið áfram með óbreytta húsnæðisstefnu væru hér nú um 25 þúsund íbúðir í verkamannabústöðum og um 15 þúsund félagslegar leiguíbúðir sveitarfélaganna. Hér hefði íbúðarverð ekki meira en tvöfaldast í verði miðað við almennt verðlag og álagning verktaka ekki margfaldast. Það er mikilvægt að við viðurkennum að núverandi húsnæðisstefna er hættuleg, mislukkuð og þjóðhagslega óhagkvæm fyrir utan að vera grimm og andstyggileg. Til að lagfæra þetta getum við horft aftur og ákveðið að taka upp þráðinn frá miðri síðustu öld, ákveðið að byggja yfir þurfandi og frelsað fjölda fólks frá fátæktargildru braskvædds húsnæðismarkaðar. Eða við getum litið til austurs, ákveðið að gera eins Kínverski kommúnistaflokkurinn en ekki eins og Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum; byggja fyrir fólk en ekki gera húsnæðismarkaðinn að leikvelli braskara og siðleysingja. Leigjendur þurfa að rísa upp Í lokin vil ég minna á að aðalfundur Samtaka leigjenda verður haldinn á morgun kl. 14 í Bolholti 6. Þá munu leigjendur koma saman og móta baráttu sína næstu misserin. Allir leigjendur eru hvattir til að mæta. Höfundur er leigjandi og vinnur að endurreisn Leigjendasamtakanna með öðrum leigjendum.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar