Skóli og samfélag Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2021 15:30 Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Tengdar fréttir Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands.
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun