Skóli og samfélag Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar 30. október 2021 15:30 Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Tengdar fréttir Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19 Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22 Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Skólakerfið er mikilvægt og gefandi fyrir okkur öll, foreldra, nemendur og samfélagið allt. Við erum að horfast í augu við ágjafirnar af einhverjum mestu samfélagsbreytingum sem nokkur kynslóð hefur þurft að gera, loftslagsbreytingar, tækniþróun og heimsfaraldur svo eitthvað sé nefnt. Í þessu árferði hefur skólakerfið og kennarar sýnt mikinn sveigjanleika, hugmyndaauðgi og kraft í að koma til móts við og takast á við þessar breytingar. Áskoranirnar eru margskonar, krefjandi og jafnvel ófyrirséðar. Hlutverk skóla og þar með talið kennara markast vitaskuld af þessu starfsumhverfi og hefur ýmsar afleiðingar. Sú staðreynd að kulunum í kennarahópum er svo útbreidd, að líkja má við faraldur. Við þessu þarf að bregðast. Vinnuaðstæður kennara eru gjarnan þannig að að hætta er á kulnun. Þetta er afleiðing værukærðar í sviptingum undanfarinna ára, og í samfélagslegum krefjandi áskorunum. Hversu oft höfum við heyrt sönginn ,,skólakerfið þarf að taka á þessu”? Skólakerfið og kennarar hafa þurft að búa við ásókn úr mörgum áttum með allskyns kröfur og jafnvel ásakanir. Kennarar eru alltumvefjandi í starfi sínu og bera ekki bara ábyrgð á skólastofunni heldur þurfa að sjá fyrir viðbrögð ólíkra nemanda og bregðast stöðugt við óvæntum atburðum. Þá eru alls konar nemendur í hópum sem þurfa sérstaka aðstoð og þrátt fyrir að kennarar séu sérfræðingar í menntun eru þeir ekki endilega ekki sérfræðingar í þeim sértæku fræðum sem nemendahópurinn þarf oft á tíðum. Það þarf sérfræðinga á sviði talmeinafræði, sálfræði og félagsráðgjafar inn í skólana, til handleiðslu og samvinnu með kennurum og að taka á sérhæfðum vanda sem skapast í fjölbreyttum nemendahópum. Kennarastéttina þarf að styrkja með raunverulegum aðgerðum. Ekki með bútasaumi og plástri, heldur með víðtæku samráði um lausnir til frambúðar. Lausnir við tilteknum vandamálum sem snúa að vinnuaðstæðum og álagi kennara á að leysa þar sem sitja við borð kennarar á vettvangi, fulltrúar samninganefnda, ráðuneytis menntamála og sveitarfélaga. Á breiðum grundvelli finnum við saman bestu lausnirnar, sem verða að veruleika. Starfsþróun kennara þarf að haldast í hendur við þær áskoranir sem samfélagsbreytingar kalla eftir. Skóli án aðgreiningar er dæmi um jákvæða þróun en honum þurfa að fylgja bjargir og úrræði. Saman þurfum við að fara í gegnum öldurót breytinga sem samstilltur hópur kennara og forystu, fara í gegnum ágjafirnar með samtakamætti, skilningi og víðsýni. Það er samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er frambjóðandi til formanns Kennarasambands Íslands.
Fjögur í framboði til formanns Kennarasambandsins Fjögur bjóða sig fram til formanns Kennarasambands Íslands, en frestur til að bjóða sig fram rann út á miðnætti í gær. Áður hafði verið greint frá því að formaðurinn Ragnar Þór Pétursson myndi ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku. 5. október 2021 11:19
Hanna Björg fer í framboð Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. 11. september 2021 21:22
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar