Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AP Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira