Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu Ester Ósk Árnadóttir skrifar 3. nóvember 2021 20:01 Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs Vísir/Hulda Margrét „Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld. „Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
„Við vildum bara finna gleðina og hafa gaman af því að spila handbolta þannig við tókum mjög skemmtilega æfingu í gær, góð tónlist og gaman hjá okkur. Við vildum minna á okkur að njóta þess að spila og ég held að við höfum sýnt það í dag. Við mætum þvílíkt flottar til leiks.“ Hálfleikstölur voru 17 - 14 fyrir KA/Þór. Eftir tólf mínútna leik í seinni hálfleik var staðan orðinn 25-15 fyrir heimakonur. „Við ræddum það í hálfleik að keyra aðeins betur á þær í seinni hálfleik, það hefur verið okkar einkenni að geta keyrt dálítið. Við erum með flottan hóp og getum skipt ört á milli leikmanna ef að mannskapurinn er þreyttur þannig að Andri Snær þjálfari lagði upp með það í hálfleik. Við sýndum það strax í síðari hálfleik að við gætum það, náðum forystu og héldum henni út leikinn.“ Martha talaði um þreyttu í hópnum eftir erfitt ferðalag til Kosovó en KA/Þór tekur þátt í Evrópubikarkeppni eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar í fyrra. „Það var rosalega langt ferðalag til Kosovó þar sem við þurftum að taka þrjár flugvélar og tvær rútur. Það sat rosalega lengi í okkur. Þannig auðvitað spilar það inn í og svo erum við að spila þrjá leiki á viku þannig að við þurftum að ná í eitthvað extra fyrir leikinn í dag. Við vorum þreyttar á móti HK og margir sem töluðu um það. Við náðum að bæta það og komum sterkar í dag.“ Eftir að hafa náð góðri forystu í leik dagsins gat KA/Þór rúllað vel á hópnum og margir leikmenn sem fengu mínútur í dag. „Það er frábært að geta leyft ungu stelpunum að spila og gott að þær fái mínútur í öllum leikjum. Það er ótrúlega mikilvægt fyrir þær þannig að það er stór plús í dag að allir hafi fengið að spila.“ KA/Þór er í þriðja sæti deildarinnar með sjö stig. Fram og Valur eru fyrir ofan þær í fyrsta og öðru sæti. „Þetta er þreföld umferð, það er nóg eftir af stigum í pottinum. Það eiga öll lið eftir að tapa einhverjum stigum. Það fer ekkert lið í gegnum þetta án þess að tapa. Þannig að við höldum bara áfram að hugsa um okkur og spila okkar leik og þá held ég að við verðum bara í góðri stöðu í lok tímabils.“ KA/Þór á leik aftur á heimavelli á laugardaginn og er það þriðji leikurinn í röð sem liðið spilar í KA heimilinu. „Afturelding er búið að vera að sýna þvílíkt góðan leik, nýliðar í deildinni og hafa staðið sig vel þannig við mætum brjálaðar til leiks. Enginn værukærð þar.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig. 3. nóvember 2021 19:20