Ég hef víðtæka reynslu af því að gera mistök Heimir Eyvindarson skrifar 4. nóvember 2021 07:30 Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Auðmýkt er lykilhugtak í leiðtogafræðum nútímans. Í þeim fræðum telst einnig til ótvíræðra kosta að hlusta meira en maður talar. Ég hef reynt að temja mér hvort tveggja. Það myndi aldrei hvarfla að mér að halda því fram að ég væri hæfastur meðal jafningja minna. Ef maður veit alltaf allt best lærir maður minna og minna með hverjum deginum. Allra síst myndi það hvarfla að mér að byggja mat á eigin hæfni á fremur einsleitri reynslu úr sama kerfinu, nær alla starfsævina. Ég hef starfað við kennslu í 17 ár en hef aukinheldur verið svo heppinn að hafa fengið að fást við ýmis önnur störf. Bæði í eigin rekstri og annarra. Öll sú reynsla hefur mótað mig sem manneskju og aukið mér víðsýni. Það sem hefur þó líklega kennt mér mest og best á lífið er sú býsna víðtæka reynsla sem ég hef af því að gera mistök. Hvort heldur sem er í vinnu eða einkalífi. Það er nefnilega óumflýjanlegt að gera mistök á lífsleiðinni, en það sem ég hef reynt að kenna sjálfum mér og nemendum mínum er að leggja áherslu á að læra af þeim og nýta þau til þess að bæta sig smátt og smátt. Þar er auðmýkt lykilatriði. Mörg stór mál eru framundan hjá okkur kennurum, til að mynda ný menntastefna sem á að gilda til 2030. Í henni eru enn eina ferðina boðaðar breytingar á gildandi aðalnámskrám, en hér á landi hefur það tíðkast óslitið frá 1974 að pólitíkin snúi öllu umhverfi okkar á haus á 10-15 ára fresti. Það er nauðsynlegt að rödd kennara heyrist betur en hingað til í þeirri vinnu. Að mínu viti er ekki skynsamlegt að gera of miklar breytingar of ört. Heillavænlegra er að vinna áfram með grunnþætti menntunar en minnka orðskrúðið, fækka mælanlegum markmiðum og gera þau sem eftir verða í senn skiljanleg og heiðarleg. Þannig að einhver leið verði að fara eftir þeim. Við það myndi a.m.k. einum streituvaldinum í starfi okkar fækka. Ég vil efla innra starf KÍ og gera félagið virkara og aðgengilegra fyrir almenna félagsmenn. Ekki síst fólk á landsbyggðinni. Endurskoða þarf rekstur og regluverk sumra sjóða félagsins, til að mynda er rík ástæða til að endurskoða reglur sjúkrasjóðs. Við borgum öll dágóðar upphæðir í þann sjóð en samt dugar styrkur til sálfræðiþjónustu rétt svo fyrir einu og hálfu viðtali. Þá eigum við sem búum úti á landi eftir að borga ferðakostnað og vinnutap því á mörgum stöðum er hreinlega enga sálfræðiþjónustu að hafa. Einnig er mikilvægt að jafna kjör kennara milli skólastiga, en þar eins og í mörgu öðru endurspeglast það flækjustig sem felst í því að bæði ríki og sveitarfélög reki menntakerfið. Nú gildir sama leyfisbréf í leik-, grunn- og framhaldsskólum og þar með viðurkennt að allir séu jafn gildir sérfræðingar í menntun á öllum skólastigum. Einn þessara hópa þarf þó að kenna mun fleiri kennslustundir en hinir til að uppfylla skyldur sínar. Það er óeðlilegt og eitt af því fjölmarga sem formaður KÍ þarf að geta tjáð sig um á heiðarlegan og málefnalegan hátt, ávallt með það að markmiði að skapa okkur öllum réttlátara og heilbrigðara starfsumhverfi. Höfundur býður sig fram til formennsku í Kennarasambandi Íslands.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar