Innlent

Endaði eftirförina með því að renna í hlað á lögreglustöð

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Eftirförin endaði á lögreglustöðinni í Kópavogi.
Eftirförin endaði á lögreglustöðinni í Kópavogi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni eftirför í nótt þar sem hann stöðvaði ekki bifreið sína þrátt fyrir ábendingar lögreglu. Eftirförin hófst í Garðabæ en endaði óvænt við lögreglustöðina á Dalveginum, þar sem ökumaðurinn lagði loks bifreið sinni.

Ökumaðurinn var handtekinn en hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og þá reyndist hann einnig hafa verið sviptur ökuréttindum sínum.

Lögregla sinnti einnig útkalli í gær þegar kvartað var um framkvæmdarhávaða í Hlíðahverfi rétt fyrir miðnætti. Iðnaðarmenn sem þar voru á ferð samþykktu að hætta vinnu og ganga frá.

Þá var tilkynnt um mögulegt innbrot í heimahúsi en þegar lögregla kom á staðinn kom í ljós að fyrrverandi leigutaki var búinn að brjóta sér leið inn í húsið. Var málið afgreitt á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×