Hefði viljað beina tilmælum til fólks frekar en að grípa til aðgerða Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:22 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Arnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefði viljað halda áformum stjórnvalda um afléttingar um miðjan mánuð til streitu. Beina hefði átt tilmælum til fólks frekar en að grípa til íþyngjandi aðgerða. Ágreiningur var innan ríkisstjórnarinnar í dag um næstu aðgerðir innanlands. „Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira
„Bólusetningin hefur varið okkur afar vel og það er ótrúlega gaman að sjá að það er 98 prósent smitaðra sem leggjast ekki inn á spítala og afar fáir sem verða alvarlega veikir og þar af eru aðallega þeir sem eru óbólusettir. Við höfum náð miklum árangri með bólusetningum og það eru einungis 14 prósent eldri en 12 ára sem eru óbólusettir. En þeir eru í helmingi þeirra sem leggjast inn á spítala. Það er auðvitað miður að setja auknar takmarkanir á fólk vegna þess hóps sem ekki er mjög stór,” segir Áslaug. Nú þurfi að slá annan tón í umræðuna og treysta fólki fyrir eigin frelsi. Að sama skapi hafi mikil umræða um faraldurinn í fjölmiðlum, meðal annars daglegar upptalningar á fjölda smitaðra, andleg áhrif á fólk. „Við þurfum við alltaf að spyrja gagnrýnna spurninga hvort að takmarkanir hafi tilætluð áhrif og hvort þær séu nauðsynlegar til að gæta að lífi og heilsu fólks og eðlilega spyr maður sig að því, þegar það er þessi litli óbólusetti hópur sem veikist mest, hvort unga fólkið eigi til dæmis að búa við takmarkanir vegna þess hóps,” segir Áslaug. „Ég held við séum komin á þann stað að almenningur þekkir veiruna vel og stöðuna og annað og ég held að hann passi sig sjálfur betur og taki ábyrgð á sínu eigin frelsi þegar smitum fjölgar. Ég hefði viljað að það færi allt okkar púður í að efla spítalann enn þá frekar. Það stendur ekki á stjórnvöldum að gera það og spítalinn yrði enn þá betur í stakk búinn að takast á við það að veiran sé að fara hér yfir frekar bólusetta þjóð.” Fram að þessu hafi ríkisstjórnin verið samstíga í aðgerðum sínum, en að eftir að stærstur hluti þjóðarinnar varð bólusettur og ljóst að lítið er um alvarleg veikindi hefði þurft að slá nýjan tón í umræðuna. Ágreiningurinn nú sé mun meiri en hann hafi verið fram til þessa. „Við gerðum rétt að okkar allra mati þangað til við urðum bólusett þjóð en eftir það þurfum við að spyrja okkur erum við þá að taka ákvarðanir til hversu langs tíma og verðum við í þessu limbói í nokkur ár í viðbót. Ef við þurfum að ná hjarðónæmi eins og ýmsir sérfræðingar hafa sagt að verði niðurstaðan að þá verðum við í nokkur ár að því ef við erum hér með bara 50 smit á dag,” segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Innlent Fleiri fréttir Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Sjá meira