Fórnarkostnaður verðmætasköpunar Nanna Hermannsdóttir og Isabel Alejandra Diaz skrifa 8. nóvember 2021 09:30 Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Háskólar Isabel Alejandra Díaz Nanna Hermannsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Ákvörðun um að skrá sig í nám snýst að mörgu leyti um fórnarkostnað. Raunin er auðvitað ekki sú að þeir sem hyggja á nám setjist niður og setji upp excel-skjal með kostnaðar- og ábatagreiningu en mörg þurfa þó að taka afstöðu til þeirra áhrifa sem það hefur á fjárhaginn að fara í nám og fresta þar með þátttöku á vinnumarkaði. Ákvörðunin um að fara í nám snýst um að fresta því að vinna sér inn tekjur, stytta starfsævina og jafnvel að bera byrði námslána að námi loknu. Það er því eðlileg krafa að laun háskólamenntaðra endurspegli þennan fórnarkostnað en einnig þá þekkingu sem öðlast í námi. Sú þekking skilar sér til samfélagsins, eykur lífskjör, samkeppnishæfni og verðmætasköpun þjóðarinnar. Samkvæmt skýrslu kjaratölfræðinefndar hefur kaupmáttur háskólamenntaðra aukist minna en kaupmáttur annarra hópa frá 2019 en þessa þróun má rekja til markmiðs Lífskjarasamningsins um að hækka sérstaklega lægstu laun. Það er að sjálfsögðu mikilvægt og löngu tímabært skref í átt að jöfnuði að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Að sama skapi kann framtíðarnámsfólk að staldra við og spyrja sig hver hvatinn sé til þess að sækja sér frekari menntun. Það er margt sem þarf að bæta ef auka á hvata til náms. Frá sjónarhóli stúdentahreyfingarinnar er ljóst að endurskoða þarf þau félagslegu kerfi sem eiga að styðja við stúdenta á meðan á námi stendur. Þar eru áherslur Stúdentaráðs Háskóla Íslands um fjárhagslegt öryggi lykilmál. Ber þar fyrst að nefna kröfuna um að stúdentum skuli tryggður réttur til atvinnuleysisbóta á ný eins og öðru vinnandi fólki. Það er jafnréttismál að stúdentar geti sótt sér þann rétt sem það ávinnur sér með þátttöku á vinnumarkað og greiðslu í atvinnuleysistryggingasjóð. Jafnframt þarf viðhorfsbreytingu stjórnenda Menntasjóðs námsmanna og stjórnvalda gagnvart stúdentum og bindur Stúdentaráð vonir við að næsta ríkissstjórn taki alvarlega þeirri endurskoðun á nýjum lánasjóðslögum sem boðuð eru í lögum fyrir lok haustþings 2023. Þessir þættir og fjöldi annarra valda því að stúdentar búa við fjárhagslegt óöryggi og eru aðstæður margra þannig að einn tannlæknatími getur sett fjárhaginn úr skorðum. Einnig er brýnt að stjórnvöld séu meðvituð um að þrátt fyrir að atvinnuástandið sé að batna er erfitt að segja til um hvernig ungt fólk mun fóta sig á vinnumarkaði. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að það að hefja starfsævina í eða í kjölfar kreppu getur haft veruleg neikvæð áhrif til frambúðar þar sem fyrstu skrefin á vinnumarkaði hafa yfirleitt mikil áhrif um framtíðartækifæri og þar með ævitekjur fólks. Þá ber að hafa það að forgangsmáli að launamunur kynjanna sé tekinn föstum tökum. Áðurnefnd skýrsla Kjaratölfræðinefndar undirstrikar enn frekar að launamunur kynjanna sé enn viðvarandi vandamál. Þótt dregið hafi bæði úr leiðréttum og óleiðréttum launamun kynjanna mælist hann enn nokkur. Kynbundin skipting vinnumarkaðarins, þ.e. að konur og karlar séu í mismunandi störfum og atvinnugreinum, skýrir að miklu leyti þennan launamun. Sú skipting endurspeglast í þeirri skiptingu sem enn er að finna innan menntastofnana landsins. Undanfarin ár hafa konur verið í miklum meirihluta í háskólanámi og hefur hlutfall þeirra við Háskóla Íslands verið um 70%. Skiptingin eftir fræðasviðum og deildum er þar sterk vísbending um lárétta kynjaskiptingu vinnumarkaðar en konur eru mun fleiri í helstu heilbrigðisvísindum og menntavísindum en einnig félagsvísindum, á meðan leikurinn er jafnari í hugvísindum og karlar fleiri í verkfræði- og náttúruvísindum. Ennfremur er vert að vekja athygli á að hlutfall starfandi kvenna í námi hefur einnig mælst hærra en hlutfall starfandi karla. Frá aldamótum hefur hlutfall kvenna sem vinna samhliða námi aukist en á sama tíma hafa réttindi stúdenta á vinnumarkaði verið skert. Það er því eðlilegt að velta því upp hvort að afnám félagslegra réttinda á meðan á námi stendur bitni frekar á konum og hvort sú birtingarmynd kynjamisréttis skili sér út á vinnumarkaðinn. Það er því verulegt hagsmunamál fyrir stúdenta að ráðist verði í aðgerðir til þess draga úr launamuni kynjanna og hefur Stúdentaráð lýst yfir stuðningi sínum við tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Það er tími til komin að samfélagið viðurkenni að sú þekking sem fæst með menntun sé til hagsbóta fyrir samfélagið allt en jafnframt að það að mennta sig feli í sér kostnað fyrir einstaklinginn. Stúdentaráð Háskóla Íslands skorar því á næstu ríkisstjórn að fjárfesta í ungu fólki og setja menntakerfið í forgang. Höfundar eru forseti og verkefnastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun