Sjaldan jafn slæm staða og nú í farsóttarhúsunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. nóvember 2021 18:26 Gylfi Þór Þórsteinsson segir Rauða krossinn nú starfrækja þrjú farsóttarhús og að þau séu að fyllast. Álagið á kerfið sé gríðarlegt og úrræðin á þrotum. Vísir/Vilhelm Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna í farsóttarhúsunum en forstöðumaður þeirra segir að svo virðist sem staðan eigi enn eftir að versna. Hundrað og þrjátíu manns dvelja nú í þremur farsóttarhúsum. Þrjú farsóttarhús eru nú í notkun það eru tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri en þau eru öll nánast full. „Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna og því miður virðist hún bara ætla að versna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa farið þess á leit við okkur að opna fleiri hótel. Við erum að fjölga rýmum vonandi á Akureyri og munum fjölga vonandi rýmum hér í Reykjavík líka annað hvort á morgun eða á föstudag.“ Vegna þessa mikla álags er ekki hægt að taka á móti fólki í sóttkví í farsóttarhúsunum. „Nú tökum við eingöngu fólk í einangrun og við þurftum því miður að snúa við hér hælisleitendum sem hingað hafa getað komið í sóttkví, í sína fimm daga skimunarsóttkví. Nú þarf Útlendingastofnun að sjá fyrir því fólki því að eins og ég segi hér er bara allt orðið fullt.“ Fleiri börn hafa greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins en í fyrri bylgjum. Sum þeirra hafa dvalið í farsóttarhúsunum og segir Gylfi dvölina oft taka á. „Fyrir ung börn að veikjast mjög illa, þá erum við kannski að tala um börn þriggja ára og upp úr, þá er þetta mjög erfitt. Þau þurfa að koma hingað til okkar í stórum stíl með þá foreldrum sínum og vera lokuð inni. Það er ekkert auðvelt og þessi börn eiga bara mjög bágt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira
Þrjú farsóttarhús eru nú í notkun það eru tvö í Reykjavík og eitt á Akureyri en þau eru öll nánast full. „Staðan hefur sjaldan verið eins slæm og hún er núna og því miður virðist hún bara ætla að versna,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa farið þess á leit við okkur að opna fleiri hótel. Við erum að fjölga rýmum vonandi á Akureyri og munum fjölga vonandi rýmum hér í Reykjavík líka annað hvort á morgun eða á föstudag.“ Vegna þessa mikla álags er ekki hægt að taka á móti fólki í sóttkví í farsóttarhúsunum. „Nú tökum við eingöngu fólk í einangrun og við þurftum því miður að snúa við hér hælisleitendum sem hingað hafa getað komið í sóttkví, í sína fimm daga skimunarsóttkví. Nú þarf Útlendingastofnun að sjá fyrir því fólki því að eins og ég segi hér er bara allt orðið fullt.“ Fleiri börn hafa greinst með veiruna í þessari bylgju faraldursins en í fyrri bylgjum. Sum þeirra hafa dvalið í farsóttarhúsunum og segir Gylfi dvölina oft taka á. „Fyrir ung börn að veikjast mjög illa, þá erum við kannski að tala um börn þriggja ára og upp úr, þá er þetta mjög erfitt. Þau þurfa að koma hingað til okkar í stórum stíl með þá foreldrum sínum og vera lokuð inni. Það er ekkert auðvelt og þessi börn eiga bara mjög bágt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Sjá meira